Þjóðmál - 01.12.2015, Page 24

Þjóðmál - 01.12.2015, Page 24
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 23 óbeint boðvald yfir félaginu sem er nú horfið, nema hvað þjónustusamninginn áhrærir. 7. 9 manna stjórn í félagi er 4-6 ofaukið. Það er fullkominn misskilningur að skilvirknin aukist með fjöldanum og að þá fáist breiðari og betri skilningur á rekstrinum. Og í ofanálag er 9 manna stjórnin kjörin af Alþingi, ekki ráðherranum sem fer með hlutabréfið. Stjórnin verður um leið sérstakur þrýstihópur í sókninni í meira skattfé. Af hverju ríkisútvarp? Í umræðu um RÚV er afar sjaldan staldrað við og spurt sig þessarar spurningar. Nágrannar okkar Danir hafa hins vegar gert það hvað DR áhrærir. Per Stig Möller fyrrum menningar- málaráðherra Dana gerði það um leið og hann réttlætti nýjan þjónustusamning: „Hvað höfum við þá eiginlega með DR að gera? DR er ekki fjármagnað á markaði heldur með skylduáskrift á grundvelli sérleyfis. Öll heimili með sjónvarpstæki greiða og rennur fjármagnið að mestu til DR. Gætum við ekki sparað okkur þessa 3,5-4 milljarða króna? Veruleg þörf er fyrir peningana annars staðar og þeir sem greiða áskriftina gætu einnig haldið þeim og keypt aðgang að öðru efni fyrir þá... Á tímum þegar allt er fljótandi í sjónvarps- rásum og efni á Netinu er það eðlileg spurning hvort áfram skuli starfrækja útvarps- og sjónvarpsrás með sérleyfi. Okkur bjóðast kvikmyndir, tónlist og afþreying á áskriftarstöðvum sem og ókeypis á stöðvum fjármögnuðum með auglýsingum. Fréttir finnum við auðveldlega á Netinu frá dagblöðunum og erlendar fréttir getum við sótt til stóru stöðvanna sem starfa á heimsvísu. Til eru gríðar- legar margar aðrar stöðvar sem bjóða áhorfendum upp á skemmtun, ævintýri Per Stig Möller, fyrrverandi menningaráðherra Danmerkur, hefur talið eðlilegt að spurt sé hvort það eigi að reka áfram ríkisfjölmiðil. Hann er sjálfur sannfærður um að danska ríkisútvarpið, DR, gegni mikilvægu hlutverk. Hér er Per Stig á fundi norrænna ráðherra árið 2004 og er að heilsa Leila Freivalds, sem þá var aðstoðar forsætisráðherra Svíþjóðoar. Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra fylgist með. Mynd: Magnus Fröderberg

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.