Þjóðmál - 01.12.2015, Page 25

Þjóðmál - 01.12.2015, Page 25
24 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 og afþreyingu. En þeir myndu þá í öllu falli ekki fá aðgang að dönskum fréttum í stórum stíl. Þeir fengju ekki sérlega marga umræðuþætti um stjórnmál og menningu í Danmörku. Þeir fengju ekki upplýsingar um og greiningu á því sem gerist í menningar- lífinu, stjórnmálum og atvinnulífinu eða heimsfréttir út frá dönsku sjónarhorni. Ekki fengju þeir heldur sérlega marga nýja, leikna, danska sjónvarpsþætti. Í útvarpi yrði ekki mjög mikið af danskri tónlist, dönskum kórum og sinfóníuhljómsveitum né heldur sígildri, danskri tónlist. Ekki yrði boðið upp á morgunandakt eða útsendingar frá sunnudagsguðsþjónustum eða dönskum, kirkjulegum hátíðum. Við myndum, í stuttu máli, missa mikið af því danska og verða að miklu leyti án þess sem tengir okkur saman og veldur því að við, í lýðræðisríki, getum tekið afstöðu á sameiginlegum og upp- lýstum grundvelli… Einungis með því að hafa DR getum við gert kröfur um eitthvað fyrir alla, um pláss fyrir efni sem höfðar til smærri hópa, ýmissa málhópa en ekki sem allra flestra hlustenda og áhorfenda. Á grundvelli fjölmiðlasérleyfisins getum við gert kröfur um ítarlegar upplýsingar, upplýsingar um aðskiljanlegustu efni, örvun og upplyftingu sem veitir nýja sýn, skoðun mála frá öðrum sjónarhornum en þeim venjulegu sem og leikið efni í útvarpi og sjónvarpi, skrifað af dönskum rithöfund- um og leikið af dönskum leikurum, sem höfðar til okkar og endurspeglar líf okkar, land, sögu og samtímann. Einungis af slíkri stöð getum við vænst þess að fá danska tónlist með dönskum hljómsveitum og dönskum söngvurum. Einungis slíkri stöð getum við gert skylt að vera hluti af danskri menningu og dönsku lýðræði.“ Við höfum aldrei séð íslenska stjórnmála- menn skilgreina hvaða hlutverki RÚV á að gegna í breyttum heimi. Lögin frá 2013 eru svo opin að þar fellur allt undir sem mönnum dettur í hug. Aðspurð um dæmi um það sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sýndi kjark þegar hann lét vinna skýrslu um stöðu Ríkisútvarpsins. Spurningin er hins vegar hvort hann dragi réttan lærdóm af þeim upplýsingum sem þar koma fram. Mynd: Magnus Fröderberg

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.