Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 32

Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 32
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 31 reynt fólk með í för. En það aftrar mér ekki frá að hvetja fólk til að ganga á fjöll. Fleiri og voðalegri slys hljótast af hreyfingarleysi en fjallgöngum. Ég hef séð kunningja minn hrapa til dauða í Alpafjöllunum, en það fékk mér ekki eins mikillar sorgar og að sjá fjölda fólks, sem ég þekki, grotna niður af fitu, leti og óreglu.4 Bókin kom út árið 1946 og þá var þegar vaknaður áhugi á ferðalögum og útiveru enda gerðu margir sér grein fyrir því að göngu- ferðir og fjallaferðir voru hollar, ekki aðeins líkamlega heldur einnig andlega. Ferðafélagið Útivist var stofnað árið 1975 og byggði á sama grunni og Ferðafélagið. Skyndilega var komin samkeppni í ferða- lögum um Ísland, gönguferðum, fjallaferðum, skíðaferðum og skoðunarferðum og var keppst um að gylla fjallaferðir. Um svipað leiti var Íslenski Alpaklúbburinn stofnaður og hefur síðan skipulagt námskeið í fjalla- mennsku og krefjandi ferðir á hæstu fjöll, jökla, ísfossa og fleira. Klúbburinn hefur breytt miklu í fjallaferðum hér á landi rétt eins og Ferðafélagið og Útivist. Starfsemi björgunarsveita á þessum árum tóku breytingum og nauðsynlegt þótti að kenna ítarlega ferðahætti og fjallamennsku til að þau gætu betur sinnt starfi sínu. Árið 1999 sameinuðust sveitirnar undir nafni Landsbjargar. Aðildarfélögin sinna björgunar- starfi, þjálfa meðlimi sína, halda við þekkingu, byggja upp tækjakost og svo framvegis. Lengi þótti lítið tiltökumál að aka utan vega. Jafnvel eru dæmi um að rannsakendur náttúru landsins hafi ekki látið vegleysur koma í veg fyrir ferðir á áfangastað. Þetta var einfaldlega lenskan hverjir sem í hlut áttu. Ekki heldur var fjargviðrast yfir skemmdum á landi. Vaðið var í það sem nefnt var „efnistaka“ án þess að biðja kóng eða prest um leyfi. Sjást enn minjar um slíkt þar sem kroppað hefur verið úr landinu, meðal annars fornum gígum og aðrir hreinlega fjarlægðir enda þótti rauðamölin afbragðs efni og til margra hluta nytsamleg. 4 Guðmundur Einarsson frá Miðdal, 1946, bókin Fjallamenn, bls. 161. Hægt og rólega urðu miklar breytingar á áhuga þjóðarinnar á útiveru og ferðalögum og um leið viðhorfsbreyting til náttúru- verndar. Upp úr 1990 varð svo gjörbylting sem hefur staðið allt fram á þennan dag. Fólk leitar í útiveruna, ekki aðeins með ferðafélögum heldur fer áhuginn á ferðum á eigin vegum vaxandi. Líklegt er að göngu- og útivistarhópar séu í þúsundavís hér á landi. Samkvæmt könnun sem gerð var árið 2000 ferðuðust það ár um 81% þjóðarinnar um landið sitt. Að jafnaði fór fólk í fimm ferðir á árinu og var meðallengd fyrstu ferðar 5,3 Guðmundar Einarssonar frá Miðdal:. „Ég veit, að fyrstu tilraunum fylgir nokkur hætta, ef ekki er reynt fólk með í för. En það aftrar mér ekki frá að hvetja fólk til að ganga á fjöll. Fleiri og voðalegri slys hljótast af hreyfingarleysi en fjallgöngum.“ Mynd: Sigurður Sigurðarson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.