Þjóðmál - 01.12.2015, Síða 35

Þjóðmál - 01.12.2015, Síða 35
34 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 eins og þeir sem voru á öndverðum meiði væru æsingamenn sem hafi ætlað að bylta réttkjörinni bæjarstjórn. Svo var nú ekki því mótmælendur vildu einungis vernda náttúru- legt landslag, koma í veg fyrir óafturkræf spjöll. Er slíkur málstaður vondur? Nei, hann er góður og göfugur. Andmælendur höfðu ekki árangur sem erfiði. Bæjarstjórnin stóð svo fast fyrir, rétt eins og hin minnsta eftirgjöf frá áður útgefinni stefnu mætti túlka sem veikleika eða tap og því fór sem fór. Eldvörp eru einstaklega fögur gígaröð á Reykjanes. Þar undir er talsverður jarðhiti sem ætlunin að virkja til rafmagnsframleiðslu. Virkjunin mun hafa mikil áhrif á náttúru- og menningarminjar á svæðinu, raska varanlega gígunum og hrauninu umhverfis. Af hverju yrði Eldvarpavirkjun tilefni til að kalla allar núlifandi kynslóðir Íslands sem komnar eru til vits og ára „sjálfhverfu kynslóðirnar“? Af hverju yrði hún heimsku- legur, siðlaus og óskiljanlegur umhverfis- glæpur? Það er vegna þess að með virkjun Eldvarpa á ekki aðeins að umturna og eyðileggja gígaröð, einstætt náttúruverðmæti, heldur líka að stytta endingartíma sameiginlegs jarðhitageymis Eldvarpa og Svartsengis úr 50 árum niður fyrir 30 ár en fullyrða samt að um sé að ræða endurnýjan- lega orkunýtingu sem fyrirmynd fyrir heimsbyggðina!7 7 Ómar Ragnarsson, grein í Fréttablaðinu 22. nóvember 2012. Staðreyndin er sú að Hellisheiði og Hellisskarð hafa verið eyðilög sem og Kolviðarhóll, Hamragil og Sleggjubeinadalur. Stórlega sér á Skarðsmýrarfjalli, svæðinu norðvestan við Kolviðarhól, sunnan Húsmúla og norðan við Gráuhnúka. Við Kolviðarhól var reist virkjun sem lítur einna helst út fyrir að vera flugstöð án flugbrauta. Óaðlaðandi mannvirki og gjörsamlega án nokkurra tengsla við umhverfi sitt, að minnsta þann hluta þess sem er á ofanjarðar, hitt er tengd með rörum. Hellisheiði og nágrenni hennar voru einu sinni á góðri leið með að verða vinsæl til útivistar en því miður er það ekki lengur reyndin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.