Þjóðmál - 01.12.2015, Side 39

Þjóðmál - 01.12.2015, Side 39
38 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 Kommúnismi byggður á Marx/Lenínískri hugmyndafræði var við líði í Rússlandi í um 70 ár. Hann leið undir lok undan oki eigin mótsagna, sligaður af siðferðilegu og pólitísku gjaldþroti og efnahagslegu skip- broti. Með öðrum orðum. Hið kommúníska þjóðskipulag stóðst ekki til lengdar. Ýmsir höfðu spáð því í gegn um tíðina að svo færi að lokum. Engu að síður kom hið mikla hrun Sovétblokkarinnar almennt á óvart. Enginn hafði í huga að hið sósíalíska óskaland yrði sinni eigin glötun að bráð svo skjótt og nákvæmlega á þessari stundu. Röð atburða og jafnvel tilviljana leiddu til þess að hið úr sér gengna þjóðskipulag Sovétríkjanna og fylgihnatta þeirra í Austur Evrópu hrundi á örskammri stundu - og það í beinni sjón- varpsútendingu sem við fylgdumst með. Þetta var ekki bara hrun hugmyndafræði sem margir höfðu trúað á og talið vera einhvers konar þjóðfélagslegt óskaástand. Við urðum einnig vitni að hruni samfélags og þeirra reglna sem höfðu móta þessi þjóðfélög. Í pólitískum og samfélagslegum skilningi stóðu eftir rústir einar. Hvað átti að koma í staðinn? Hver var eigandi atvinnutækjanna sem ríkið hafði með höndum? Hvernig átti að reka þjóðfélag sem hafði búið við áætlunarbúskap í stóru og smáu án raunverulegs ríkisvalds sem laut lögum og reglum? Þessum spurningum gat enginn svarað til fullnustu. Við tók einhvers konar kaos, stjórnleysi, þar sem reglur réttar- ríkis og samfélagsgerðar sem við tökum sem sjálfsagaðan hlut voru ekki til staðar. Viðskipti í samfélagi án leikreglna Inn í þetta þjóðfélag gekk Bill Browder þegar hann nánast fyrir tilviljun örlaganna ákvað að hasla sér völl í viðskiptum þar eystra. Það er eftirminnilegt að lesa frásögn af því þegar hann, stráklingur innan við þrítugt, ný skriðinn út úr háskóla, lagði þangað leið sína í viðskiptalegum tilgangi. Undir- búningurinn sem hann hafði fengið í fínum viðskiptaskólum Bandaríkjanna bjó hann afar takmarkað undir það sem þar beið hans. Allt var í lausu lofti. Fyrirtækin sem til staðar voru höfðu ekki lotið agavaldi markaðarins, en höfðu verið í náðarfaðmi ríkisins og áætlunar- búskaparins. Verðmyndun á vörum og eignum var í skötulíki. Eignarréttarhugtakið var framandi í þessum aðstæðum. Leikreglur voru fjarlægur veruleiki. Spilling gróf um sig og nánast var það tilviljunum háð hvernig eignir í einhverjum skilningi þess hugtaks Einar K. Guðfinnsson Ótrúlegra en nokkur skáldskapur rússland pútíns

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.