Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 39

Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 39
38 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 Kommúnismi byggður á Marx/Lenínískri hugmyndafræði var við líði í Rússlandi í um 70 ár. Hann leið undir lok undan oki eigin mótsagna, sligaður af siðferðilegu og pólitísku gjaldþroti og efnahagslegu skip- broti. Með öðrum orðum. Hið kommúníska þjóðskipulag stóðst ekki til lengdar. Ýmsir höfðu spáð því í gegn um tíðina að svo færi að lokum. Engu að síður kom hið mikla hrun Sovétblokkarinnar almennt á óvart. Enginn hafði í huga að hið sósíalíska óskaland yrði sinni eigin glötun að bráð svo skjótt og nákvæmlega á þessari stundu. Röð atburða og jafnvel tilviljana leiddu til þess að hið úr sér gengna þjóðskipulag Sovétríkjanna og fylgihnatta þeirra í Austur Evrópu hrundi á örskammri stundu - og það í beinni sjón- varpsútendingu sem við fylgdumst með. Þetta var ekki bara hrun hugmyndafræði sem margir höfðu trúað á og talið vera einhvers konar þjóðfélagslegt óskaástand. Við urðum einnig vitni að hruni samfélags og þeirra reglna sem höfðu móta þessi þjóðfélög. Í pólitískum og samfélagslegum skilningi stóðu eftir rústir einar. Hvað átti að koma í staðinn? Hver var eigandi atvinnutækjanna sem ríkið hafði með höndum? Hvernig átti að reka þjóðfélag sem hafði búið við áætlunarbúskap í stóru og smáu án raunverulegs ríkisvalds sem laut lögum og reglum? Þessum spurningum gat enginn svarað til fullnustu. Við tók einhvers konar kaos, stjórnleysi, þar sem reglur réttar- ríkis og samfélagsgerðar sem við tökum sem sjálfsagaðan hlut voru ekki til staðar. Viðskipti í samfélagi án leikreglna Inn í þetta þjóðfélag gekk Bill Browder þegar hann nánast fyrir tilviljun örlaganna ákvað að hasla sér völl í viðskiptum þar eystra. Það er eftirminnilegt að lesa frásögn af því þegar hann, stráklingur innan við þrítugt, ný skriðinn út úr háskóla, lagði þangað leið sína í viðskiptalegum tilgangi. Undir- búningurinn sem hann hafði fengið í fínum viðskiptaskólum Bandaríkjanna bjó hann afar takmarkað undir það sem þar beið hans. Allt var í lausu lofti. Fyrirtækin sem til staðar voru höfðu ekki lotið agavaldi markaðarins, en höfðu verið í náðarfaðmi ríkisins og áætlunar- búskaparins. Verðmyndun á vörum og eignum var í skötulíki. Eignarréttarhugtakið var framandi í þessum aðstæðum. Leikreglur voru fjarlægur veruleiki. Spilling gróf um sig og nánast var það tilviljunum háð hvernig eignir í einhverjum skilningi þess hugtaks Einar K. Guðfinnsson Ótrúlegra en nokkur skáldskapur rússland pútíns
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.