Þjóðmál - 01.12.2015, Page 44

Þjóðmál - 01.12.2015, Page 44
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 43 samvisku sinni - það er þeirra réttur. En á grundvelli þessara ályktana getum við mælt hversu samstíga þessir fulltrúar flokksins eru grasrót hans. Og það þarf að virkja grasrótina til að taka afstöðu til fulltrúa sinna á grund- velli sannfæringar þeirra, en ekki á grundvelli þess hversu þekktir þeir eru í fjölmiðlum, ekki hversu lengi þeir hafa setið á þingi eða í sveitastjórn, ekki hvaða starfi þeir hafa áður gegnt eða hvort í hlut á karl eða kona, ungur eða gamall. Það er vel þekkt erlendis að ýmis samtök halda því til haga hver afstaða þingmanna er til einstakra mála og síðan mælt hvernig það samrýmist málefnum viðkomandi samtaka. Það væri áhugavert ef ungir Sjálfstæðismenn héldu svipaða skrá um afstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins á þessu kjörtímabili til einstakra mála og legðu síðan mat á hvort kosið væri með frelsi eða helsi, hærri eða lægri útgjöldum, hærri eða lægri sköttum, fleiri eða færri reglugerðum o.s.frv. Mæli- kvarðarnir eru á stundum erfiðir, en ályktanir landsfundar koma sér hér vel. Þær eru sá mælikvarði sem eðlilegt er að miða við. Sum mál eru einföld. Þannig tók landsfundur skýra afstöðu til að: - staðgöngumæðrum skal leyfð - í öllum tilvikum skal hæfni ráða för við ráðningu í opinber störf (kynjakvótum hafnað) - stöðva ber birtingu nafngreinanlegra upplýsinga úr skattframtölum með fram- lagningu álagningaskrár - ríkið á ekki að standa í útgáfu námsefnis - listamenn skuli ekki vera á launaskrá hjá ríkinu - þeir sem heimsæki ferðamannastaði greiði fyrir uppbyggingu þeirra - verslun með áfengi verði gefin frjáls - einfalda ber allt regluverk - lækka ber skatt og fækka skattþrepum Ekki sannfærandi og vont fordæmi Hér er aðeins getið örfárra atriða, en flokkur sem ályktar, án athugasemda eða mót- atkvæða, um lækkun útgjalda hins opinbera úr 45% af landsframleiðslu í 35% á næstu tíu árum, er ekki sannfærandi þegar ríkisútgjöld hækka verulega umfram verðbólgu frá ári til árs undir hans forystu. Fulltrúar flokksins í sveitastjórnum kvarta sáran undan „tekju- vanda” og ekkert fer fyrir niðurskurði útgjalda og lækkun skulda. Hið opinbera gengur á undan með slæmu fordæmi í eftirgjöf í kjara- samningum til hálaunahópa og ætlast síðan til að aðrir sýni gott fordæmi. Þannig ráðslag kallar ekki á tiltrú kjósenda og grefur undan vilja stuðningsmanna til að tala máli flokksins út á við. Góð frammistaða fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins í Árborg, undir forystu Eyþórs Arnalds, kjörtímabilið 2010–2014, ætti hins vegar að tala öðru máli. Tekið var á fjármálum sveitar- félagsins af myndugleika, skorið niður og sparað, enda skuldastaðan ekki sjálfbær. Þrátt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var kjörin ritari Sjálfstæðis- flokksins. Ungt fólk var sérstaklega áberandi á lands- fundinum og stóð fyrir miklum og góðum breytingum á ályktunum landsfundar

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.