Þjóðmál - 01.12.2015, Page 52

Þjóðmál - 01.12.2015, Page 52
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 51 sjálfstæði íslands Tómas Ingi Olrich Fullveldi smáríkja á öld mandarínanna Íslendingar eiga ættjörð og landamæri sem eru óumdeild. Við teljum okkur búa við lýðræðislegt sjálfstæði inn á við og að hér ríki fullveldi Lýðveldisins út á við. Hvorugt er algengt í þessum viðsjárverða heimi. Sjálfstæði og fullveldi eru byggð úr forgengilegu efni. Heilbrigði hvors tveggja er umdeilanlegt. Þótt efniviður þessara gilda sé ekki hafinn yfir gagnrýni, er grunnurinn annars eðlis. Annað hvort er hann siðferði- legur, ef ekki trúarlegur, eða hann er enginn. Lengst af ævi minnar hafa átakalínur í stjórnmálum verið frekar skýrar. Annars vegar er hugsjónin um þjóðfrelsi, einstaklingsfrelsi og frjálst markaðshagkerfi. Á hinn bóginn er draumurinn um þjóðfrelsi, sameign og jöfnuð. Þar sem þessum hugmyndum hefur tekist að lifa við regluverk lýðræðisins innan vébanda þjóðríkisins, hafa þessi gagnvirku öfl orðið deigla mikilla framfara, þótt skrykkjótt hafi gengið á stundum. Nú eru þessar átakalínur að breytast. Vatnaskil á Íslandi verða ekki lengur um þær öðru fremur. Hinar nýju átakalínur standa um fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Þær víglínur ganga þvert á flesta flokka. Annars vegar standa þeir sem trúa því að við getum skapað okkur eigin örlög og búið við fullveldi sjálfstæðrar þjóðar, í góðri samvinnu við aðrar þjóðir. Á hinn bóginn eru þeir sem trúa því ekki. Þeir síðarnefndu telja að við verðum að gerast hluti af stærri heild, lúta reglum hennar og fyrirmælum. Þeir telja okkur ekki eiga annars úrkosti til að Mynd: Andreas Tille

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.