Þjóðmál - 01.12.2015, Síða 62

Þjóðmál - 01.12.2015, Síða 62
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 61 að það stæðist stjórnarskrá. En við sann- færðumst um að afsal fullveldis væri mjög takmarkað og á mjög afmörkuðu sviði. Kostirnir virtust vera þeir að Ísland væri að gerast aðili að viðskiptareglum. Þar var fjór- frelsið tryggt, þar með talið frelsi til að flytja fjármuni innan svæðisins. Þegar kreppan skall yfir eins og fárviðri, beittu Bretar hryðjuverkalögum á Íslendinga og forsætisráðherra konungsríkisins lýsti því yfir að Íslands væri gjaldþrota. Á einni nóttu gufaði frelsi til fjármagnsflutninga upp. Fram- kvæmdastjórn ESB, sem er eftirlitsaðili með því að aðildarþjóðir ESB standi við skuld- bindingar sínar, bar skylda til að rannsaka hvort Bretar hefðu brotið reglur. Það gerði hún ekki. Þvert á móti gerðist hún aðili að málflutningi eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) fyrir EFTA-dómstólnum gegn Íslandi, og tapaði þeim málflutningi á eftirminnilegan hátt. Ég var í lítilli íslenskri sendinefnd, sem átti þess kost að hitta ráðuneytisstjóra stækkunar- skrifstofu ESB ásamt sérfræðingum hans í Brussel fyrir nokkrum árum. Við vorum spurð af embættismönnunum hvers vegna Íslend- ingar væru svo mikið á móti því að gerast aðilar að ESB. Ég tók fram að því gæti ég ekki svarað, en hins vegar gæti ég upplýst þá um það hvers vegna ég væri á móti því. Ég lýsti aðgerðum Breta og spurði svo formæl- anda þeirra Brusselmanna hvers vegna þeir hefðu ekki haft fyrir því að rannsaka hvort bresk stjórnvöld hefðu brotið reglur, eins og framkvæmdastjórn ESB hefði borið skylda til. Hann svaraði því til að þegar vinaþjóðir ættu í hlut, blandaði framkvæmdastjórnin sér ekki í deilur þeirra, en reyndi að stuðla að því að þær væru leystar friðsamlega. Ég spurði þá hvort þeir væru ekki sífellt að draga aðildarþjóðir ESB fyrir dómstóla fyrir samningsbrot. Hann brosti vingjarnlega og sagði að það væri gert nánast í hverri viku. Ég ítrekaði þá spurningu mína um ástæður fyrir aðgerðaleysi framkvæmdastjórnarinnar gagnvart ólöglegum aðgerðum Breta. Þá varð löng og vandræðaleg þögn. Þagnir æðstu embættismanna í keisara- dæmum Kínverja höfðu merkingu. Þær merktu að komið væri að þröskuldinum að helgum véum mandarínanna. Handan hans voru ákvarðanir teknar, en ekki skýrðar. Alþjóðlegar reglur eru reglur. Hagsmunir Örlög Grikklands segja sögu, sem minnir á sígildan harmleik. Angela Merkel kanskari Þýskalands vill að skuldir séu skuldir og öll dýrin í ESB skóginum séu vinir. Wolfgang Schäuble telur að jafnvel vinum beri að greiða skuldirnar sínar. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, veit að nei þýðir já. Alþjóðlegar reglur eru reglur. Hagsmunir eru hagsmunir. Stórþjóðir virða reglur, ef hagsmunir þeirra leyfa það. Reglur eru frekar ætlaðar smáþjóðum, og refsivendir einnig. Þótt við eigum að vinna að alþjóðlegum regluverkum og sýna þeim tilhlýðilega virðingu, ber okkur fyrst og fremst að verja hagsmuni Íslendinga. Það er sameiginlegt hlutverk þjóðarinnar og stjórnvalda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.