Þjóðmál - 01.12.2015, Page 63

Þjóðmál - 01.12.2015, Page 63
62 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 eru hagsmunir. Stórþjóðir virða reglur, ef hagsmunir þeirra leyfa það. Reglur eru frekar ætlaðar smáþjóðum, og refsivendir einnig. Þótt við eigum að vinna að alþjóðlegum regluverkum og sýna þeim tilhlýðilega virðingu, ber okkur fyrst og fremst að verja hagsmuni Íslendinga. Það er sameiginlegt hlutverk þjóðarinnar og stjórnvalda. Framkoma Breta við Íslendinga var dapurleg. En við lifðum hana af, af því að við héldum haus. Það vakti athygli og virðingu, kannski einkum og sér í lagi í Bretlandi sjálfu. Þaðan bárust okkur úr ýmsum áttum viður- kenningarorð og hvatningar. Á alþjóðavísu eigum við vini og banda- menn. En þeir eru eins og ættingjar. Þeir geta brugðist. Þeir bregðast þegar þeir sjá sér hag í því. Um það eru dæmin mörg og verða ekki talin hér. Hitt er ljóst að Íslendingar hafa ekki burði til að halda uppi sjálfstæðu og fullvalda ríki ef þeir hafa ekki dug í sér til að verja hagsmuni sína, jafnvel þótt það kosti átök og óvin- sældir, um tíma. Lokaorð Í kjölfar kreppunnar miklu, sem hófst 1929, varð skeggöld og skálmöld. Traust gufaði upp og allt varð leyfilegt. Þá lifðu menn tíma öfga, einræðis og alræðis, sem urðu okkur dýrir. Okkar vegferð eftir kreppuna 2008 á það sameiginlegt með kreppunni miklu að traustið hefur beðið hnekki og flest er leyfi- legt. Kreppa okkar og áfall er í raun trúarlegs og siðferðilegs eðlis. Á vegferð okkar eru engar vörður. Ratvísin hefur dofnað. Sá sem segir í dag að hann ætli ekki að fara til Brussel, pantar farseðil á morgun. Við hrærumst í heimi öfugmæla, þar sem höggvið er nær ýmsum grundvallarhagsmunum en okkur er ljóst. Það á eftir að koma í ljós hve það laus- læti á eftir að verða okkur dýrkeypt. Örlög Grikklands segja sögu, sem minnir á sígildan harmleik. Í Evrópu takast lýðræðið og mandarínarnir á um völdin. Vögguna, þar sem lýðræði Grikklands blundar nú um stundir, hrærir eitt virtasta lýðræðisríki álfunnar. Eins og reglan er í grískum harmleik, sem og í Íslendingasögunum, hafa allir rétt fyrir sér. Merkel vill að skuldir séu skuldir og öll dýrin í ESB skóginum séu vinir. Wolfgang Schäuble telur að jafnvel vinum beri að greiða skuldirnar sínar. Yanis Varufakis segir réttilega að það sé hægt að tékka sig út af hótel ESB, en menn geti þó ekki með góðu móti yfirgefið Kvíabryggjuna. Og Alexis Tsipras veit að nei þýðir já. Í þessum heimi öfugmæla höfum við þó stöðu til að verða okkar eigin gæfu smiðir. Það er grundvallarskylda okkar gagnvart Íslendingum. Það er eina hlutverk okkar á alþjóðavísu. Til að svo megi verða eigum við ekki annan kost en að rækta sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar. Að eiga slíkan kost eru mikil forréttindi. Tómas Ingi Olrich er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, menntamálaráðherra og sendiherra. Okkar vegferð eftir kreppuna 2008 á það sameiginlegt með kreppunni miklu að traustið hefur beðið hnekki og flest er leyfilegt. Kreppa okkar og áfall er í raun trúarlegs og siðferði- legs eðlis. Á vegferð okkar eru engar vörður. Ratvísin hefur dofnað. Sá sem segir í dag að hann ætli ekki að fara til Brussel, pantar farseðil á morgun. Við hrærumst í heimi öfugmæla, þar sem höggvið er nær ýmsum grundvallar- hagsmunum en okkur er ljóst. Það á eftir að koma í ljós hve það lauslæti á eftir að verða okkur dýrkeypt.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.