Þjóðmál - 01.12.2015, Side 64

Þjóðmál - 01.12.2015, Side 64
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 63 „Það er verið að reyna að koma í gang formlegum samningaviðræðum en þær eru ekki hafnar heldur eru könnunarþreif- ingar eða könnunarviðræður í gangi. Ég held að ég geti fullvissað hv. þingmann um að það standi ekki til að ganga frá einhverju samkomulagi á morgun eða einhverja næstu daga og áður en til slíks kæmi yrði að sjálfsögðu haft samráð við utan- ríkismálanefnd og aðra þá aðila sem þingið hefur haft til að fylgjast með framvindu þessara mála. Staða málsins er sú að það eru könnunarviðræður eða könnunarþreif- ingar í gangi.” Þannig svaraði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fyrirspurn um Icesave á Alþingi 3. júní 2009. Þá hafði Steingrímur setið á stóli fjármálaráðherra í liðlega fjóra mánuði. Fyrirspyrjandinn var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Þrátt fyrir yfirlýsingu fjármálaráðherra um að ekkert væri að gerast og ekki væri verið að ganga frá samningum við Breta eða Hollend– inga, undirritaði Svavar Gestsson, formaður samninganefndar Íslands samning tveimur dögum síðar. Skipan Svavar sem formann samninga– nefndar í erfiðri milliríkjadeilu vakti mikla athygli enda hafði hann enga reynslu af slíkum samningum. Svavar sagði að um væri að ræða „alveg hrikalega stórt verkefni“ sem hann sinnti „eins og ég hef vit og getu til“. Í viðtali við Morgunblaðið, þremur dögum eftir undirritun samningsins, sagðist Svavar hafa verið „svo forhertur“ að hafa tekið að sér „þetta svakalega verkefni ásamt samstarfs– mönnum, eitt stærsta efnahagslega verkefni sem Ísland hefur nokkurn tímann glímt við“. Í huga Svavars var verkefnið svo stórt að Stór orð og yfirlýsingar um Icesave: „... að bera burt syndir heimsins” haldið til haga

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.