Þjóðmál - 01.12.2015, Side 65

Þjóðmál - 01.12.2015, Side 65
64 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 ef ekki hefði verið gengið frá samningum hefði allt innistæðutryggingakerfið í Evrópu hrunið. Hvorki meira né minna. Með öðrum orðum allt bankakerfið Evrópu var undir í huga Svavars. Það var því ekki furða að hann lýsti eftirfarandi yfir í Morgunblaðsviðtalinu: „Við erum í rauninni að bera burt syndir heimsins, eins og sagt var um Jesú Krist.“ Sjálfstraust Svavars var í samræmi við þá miklu trú sem Steingrímur J. hafði á sínum gamla pólitíska læriföður. Í umræðuþætti á mbl.is 19. mars 2009 sagði fjármálaráðherra: „Ég treysti Svavari Gestssyni. Ég veit að hann er að gera góða hluti og ég lofa þér því að það er í sjónmáli að hann landi – og hans fólk – glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur. Steingrímur J. bætti síðar við: „Ég held að við getum átt þar í vændum farsælli niðurstöðu en kannski leit út fyrir að vera.“ Með Svavars-samningunum samþykkti ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna í raun að þjóðnýta skuldir einkafyrirtæki – Landsbankans – og leggja hundruð millj- arða á íslenska skattgreiðendur. Í fyrstu var samningunum haldið leyndum en strax hófst hörð barátta við að tryggja samþykkt þeirra. Umpólun Steingríms J. Engir – hvorki pólitískir sam- herjar eða andstæðingar – gátu látið sér til hugar koma umpólun Stein- gríms J. Sigfússonar í Icesave-deilunni, eftir að hann settist að völdum í fjármálaráðuneytinu í febrúar 2009. Þvert á móti var ekki hægt að reikna með öðru en að Steingrímur J. stæði fast á lagalegum rétti Íslendinga. Í samtali við mbl.is 22. október 2008 eða skömmu eftir að íslenska bankakerfið féll – taldi Stein- grímur J. að Steingrímur J. Sig- fússon skipti um skoðun í Icesave- málinu.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.