Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 76

Þjóðmál - 01.12.2015, Qupperneq 76
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 75 hélt áfram af auknum krafti: „… die grausam- ste ist die Undankbarkeit … Ein großes U.“ Ég leit upp eftir að ég hafði skrifað síðasta orðið því ég átti von á framhaldi. „Punctum,“ sagði hann og það vottaði fyrir brosi þegar hann gaf okkur merki um að skila sér stílabókunum. Hann las þetta spakmæli, sem tjáði greini- lega þá hugsun sem stóð hjarta hans næst, nokkrum sinnum með mismunandi áherslum og auðsjáanlega af mikilli ánægju; síðan setti hann okkur fyrir sögukafla og tók sér sæti við gluggann. Svipur hans var ekki eins þung- búinn og áður; hann gaf til kynna þá sælu sem smánaður maður finnur fyrir eftir að honum hefur tekist að koma fram hefndum. Klukkuna vantaði korter í eitt en Karl Ívanytsj hafði bersýnilega ekki í hyggju að sleppa okkur. Hann hélt áfram að setja okkur fyrir ný verkefni. Við urðum sífellt leiðari og svengdin sagði til sín. Ég fylgdist óþolinmóður með öllu sem gat bent til þess að hádegismatur væri í nánd. Nú byrjaði vinnukonan að þvo diskana með þvottaburstanum; það heyrðist glamur í leirtaui í hliðarherberginu og skarkið þegar borðstofuborðið var stækkað og stólum raðað í kring. Og þarna gekk Mímí inn úr garðinum ásamt Ljúbu og Kötju (Katja var tólf ára gömul dóttir Mímíar) en Foka var hvergi sjáanlegur. Þar sem Foka var yfirþjónn var það í verkahring hans að tilkynna að maturinn væri til. Þá fyrst máttum við kasta frá okkur bókunum og hlaupa niður án tillits til þess hvað Karl Ívanytsj segði. Nú heyrðist fótatak í stiganum; en það var ekki Foka! Ég gjör þekkti göngulag hans og sömuleiðis brakið í stígvélunum. Dyrnar opnuðust og í gættinni birtist mannvera sem ég hafði aldrei séð áður. Natalja Savíshna Um miðja síðustu öld hljóp lítil stúlka, sem kölluð var Natashka, milli húsagarða í Khabarovka. Hún var berfætt en glaðleg, þybbin og rjóð á vanga og klæddist kjól úr grófgerðum hör. Í þakklætisskyni við föður hennar, klarínettleikarann Savva, en hann hafði veitt afa ýmsa þjónustu, og að beiðni hans, tók afi stúlkuna til sín og réð hana í vist til ömmu. Natashka þótti sýna mikla hóg- værð og alúð í starfi. Þegar móðir mín fæddist og þörf varð á barnfóstru var Natöshku falið að sinna barninu. Í nýja starfinu ávann hún sér hrós og viðurkenningu fyrir tryggð og hollustu við ungfrúna litlu. Glaðvær, ungur þjónn að nafni Foka, sem púðraði hárið og gekk í sokkum með skrautborðum, fangaði um síðir grandvaralaust og ástríkt hjarta hennar, en þau voru oft samvistum þegar þau sinntu störfum sínum. Hún tók það meira að segja upp hjá sjálfri sér að fara til afa og biðja um leyfi til að giftast Foka. Afi túlkaði bón hennar sem van þakklæti, reiddist og refsaði vesalings Natöshku með því að senda hana til bústarfa í þorpi nokkru úti á stepp- unni. En enginn gat komið í stað Natöshku og að sex mánuðum liðnum var hún sótt og látin taka til við sitt fyrra starf. Um leið og hún kom aftur úr útlegðinni, fór hún til afa í grófa hörkjólnum sínum, féll á kné fyrir framan hann og grátbað hann um að sýna sér á ný þá ástúð og náð sem hún hafði notið áður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.