Þjóðmál - 01.12.2015, Page 84

Þjóðmál - 01.12.2015, Page 84
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 83 „á örfáum dögum tekist að gera eitt mesta sóknarfæri í atvinnulífi Íslendinga tortryggi- legt í augum almennings“. Össur Skarphéðinsson, þáverandi iðnaðar- ráðherra, bloggaði 24. nóvember: „Harðvítugustu innanflokksátök seinni ára í Sjálfstæðisflokknum hafa því miður nánast ónýtt vörumerkið REI hvað útrás varðar, og stórskaðað viðskiptavild Orkuveitunnar. Skemmdarverk þeirra má líklega meta á milljarðatugi ef miðað er við þá framvindu sem var í kortunum.“ Ingi Freyr kvartar undan því, að REI-málið hafi ekki verið rannsakað að fullu, og má það til sanns vegar færa. Er það allt hið undarlegasta. Þetta mál varð tilefni fleygra orða Davíðs Oddssonar, þáverandi seðla- bankastjóra, á fundi Viðskiptaráðs 6. nóvem- ber 2007: „Útrásarorðið er slíkt töframerki að jafnvel þegar menn virðast gera innrás í opinber fyrirtæki almennings, þá er innrásin kölluð útrás.“ Hæpnar skýringar Inga Freys á bankahruninu Þótt lýsingar Inga Freys Vilhjálmssonar á því, hvernig margir hlógu við auðjöfrunum árin 2004–2008 og köstuðu sér jafnvel sjálfir út í dans í kringum gullkálfinn, séu um margt réttar og sannar, jafnvel óþægilega sannar, eru skýringar hans á sjálfu bankahruninu hæpnar. Hann skrifar (bls. 155), að kjósendur hafi „kosið yfir sig flokka sem innleiddu í stofnanir samfélagsins þá nýfrjálshyggju sem að lokum varð Íslandi að falli“. En regluverkið á íslenska fjármálamarkaðnum var hið sama og á fjármálamörkuðum í öðrum aðildar- ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Af hverju hrundu bankar þá ekki annars staðar í EES? Þótt atvinnufrelsi ykist hér vissulega árin 1991–2004, mældist íslenska hagkerfið hið 13. frjálsasta í heimi árið 2004 (af 130 hagkerfum, sem rannsökuð voru). Af hverju hrundu bankar þá ekki í þeim tólf hagkerfum, sem frjálsari mæld- ust? Á öðrum stað í bók sinni nefnir Ingi Freyr þá skýringu (bls. 258), að íslensku bankarnir hafi verið hlutfallslega of stórir. „Ef stærri þjóð, eins og til dæmis Banda- ríkjamenn, Þjóðverjar eða Spánverjar, leyfði bankakerfi sínu að vaxa sem næmi tífaldri þjóðarframleiðslu, án eftirlits, svo það hryndi að lokum til grunna, myndi slíkt hæglega geta leitt til alþjóðlegs efnahagshruns.“ En bankakerfin í Sviss og Skotlandi voru hlutfallslega jafnstór hinu íslenska, um tíföld landsframleiðsla. Hvers vegna hrundu bankar þá ekki í Sviss og Skotlandi? Svarið er alls staðar hið sama. Bönkunum var bjargað. Ella hefðu þeir margir hrunið í hinni alþjóðlegu lánsfjárkreppu. Englandsbanki bjargaði Royal Bank of Scotland og Halifax Bank of Scotland, HBOS, með stórkostlegum fjárframlögum. Svissneski seðlabankinn þurfti að gera gjaldeyrisskiptasamninga við bandaríska seðlabankann, svo að hann gæti bjargað svissnesku bönkunum, UBS og Crédit Suisse, og er þó svissneskur franki víða gjaldgengur. En seðlabankanum íslenska var neitað um slíka gjaldeyrisskiptasamninga. Jafnframt fengu breskir bankar í eigu Íslendinga ekki aðild að stórfelldum björgunaraðgerðum breskra stjórnvalda, og þau bættu síðan svörtu ofan á grátt með því að setja hryðju- verkalög á einn bankann og um skeið líka á íslenska seðlabankann og fjármálaeftirlitið. Með því er ekki sagt, að íslenskir banka- menn hafi verið saklausir. Síður en svo. Þeir nýttu sér hið mikla traust á Íslandi, sem skapast hafði árin 1991–2004, til þess að stofna til miklu meiri skulda en þeir réðu við hjálpar- laust. Því fór sem fór. Ingi Freyr Vilhjálmsson getur þess ekki heldur, að þær tvær stofnanir, sem höfðu aðallega eftirlit með auðjöfrunum, Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirlit, voru undir stjórn Alþýðuflokksins 1991–1995 og Samfylkingarinnar 2007–2008, en Fram- sóknarflokksins 1995–2008, og er hvorugur Hvers vegna hrundu bankar þá ekki í Sviss og Skotlandi? Svarið er alls staðar hið sama. Bönkunum var bjargað. Ella hefðu þeir margir hrunið í hinni alþjóðlegu lánsfjárkreppu

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.