Þjóðmál - 01.12.2015, Síða 90

Þjóðmál - 01.12.2015, Síða 90
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 89 bætir við, að bankinn hefði átt að taka betri veð fyrir lánunum til viðskiptabankanna. En Seðlabankinn setti svipaðar reglur um veð og seðlabankar annarra landa, jafnvel nokkru strangari. Hann fór eftir upplýsingum bankanna um eigið fé þeirra. Hefði hann látið í ljós efasemdir um það, að skráð eigið fé viðskiptabankanna væri minna en þeir veittu sjálfir upplýsingar um og staðfest var af endurskoðendum þeirra, þá hefðu bankarnir fallið um leið. Jafnframt varð tap Seðlabankans miklu meira en ella, vegna þess að með neyðarlögunum 6. október 2008 var innstæðum í bönkum veittur forgangur fram yfir aðrar kröfur á bankana, þar á meðal kröfur Seðlabankans, eins og eðlilegt var til að koma í veg fyrir áhlaup á bankana og róa fólk. Í rauninni var það bókhaldsatriði, hvar tapið af bankahruninu var skráð eins og sést best, ef við hugsum okkur, að Hæstiréttur hefði fellt neyðarlögin úr gildi með dómi. Þá hefði Seðlabankinn fengið miklu meira upp í kröfur sínar, en ríkissjóður setið uppi með tap vegna innstæðna (en ríkisstjórnin hafði lýst því yfir, að innstæður væru tryggðar). Hefði það breytt einhverju til hins betra? Ólafur Arnarson leggur slíkt kapp á að kenna Davíð Oddssyni um allt, sem miður hefur farið síðustu áratugi á Íslandi, að hann tengir hann jafnvel við Icesave-samningana, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gerði við Breta og Hollendinga. Ólafur telur upp ýmis mistök Seðlabankans undir stjórn Davíðs, sem hann telur vera, og segir síðan: „Á tímabili óttuðust ýmsir að Icesave myndi leggja gríðarlegar byrðar á herðar íslenskra skattgreiðenda. Seðlabankinn var í hópi þeirra, sem vildu að íslensk stjórnvöld gengjust í ábyrgð fyrir hundruðum millj- arða vegna Icesave“ (bls. 96–97). Hér hefði Ólafur mátt nefna, að sá Seðla- banki var undir stjórn Más Guðmundssonar. Davíð Oddsson skrifaði forsætisráðherra hins vegar svohljóðandi bréf 22. október 2008: „Er það virkilega svo að íslensk stjórnvöld ætli án lagaheimildar að taka á sig stór- kostlegar erlendar skuldbindingar að kröfu Breta o.fl. Slíkar byrðar myndu sliga íslensk- an almenning sem ekkert hefur til saka unnið; seinka endurreisn íslensks efna- hagslífs og tryggja lágt mat matsfyrirtækja um langa hríð. Reyndar þykir mér með ólíkindum ef íslensk stjórnvöld taka á móti breskri sendinefnd meðan Bretland hefur íslenska starfsemi opinberlega á lista með fáeinum mestu fjöldamorðingjum sögunnar.“ Þetta bréf var birt í Morgunblaðinu 5. júlí 2009. Davíð barðist síðan sem ritstjóri Morgunblaðsins hart gegn öllum þremur Icesave-samningunum, eins og alkunna er. Ólafur Arnarson tengir ekki aðeins Icesave- samningana við Davíð, þótt hann væri þeim andvígur, heldur líka við einn aðalsamninga- manninn, Svavar Gestsson: „Upphefð Svavars í utanríkisþjónustunni varð fyrir tilstuðlan Davíðs Oddssonar þáverandi forsætisráðherra“. (bls. 140) Hið rétta í því máli er, að Svavar hugsaði sér til hreyfings, þegar Alþýðubandalagið var að liðast í sundur haustið 1998, eins og hann tæpir á í sjálfsævisögu sinni (Hreint út sagt, bls. 339), þótt hann segi þar ekki alla söguna. Svavar skýrði Geir H. Haarde frá áhuga sínum á því að ganga í utanríkisþjónustuna. Geir bar þetta undir Davíð, sem kvaðst ekki leggjast gegn ráðningu Svavars þangað. En hann átti ekkert frumkvæði að henni. Við svo búið réði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Svavar til starfa. Ólafur rifjar einnig upp, að Davíð hafi opinberlega vitnað í Mervyn King, seðla- bankastjóra Bretlands, sem hafi í símtali verið sammála sér um, að íslenska ríkið ætti ekki að semja um greiðslur til Breta og Hollendinga í Icesave-málinu: Ólafur Arnarson leggur slíkt kapp á að kenna Davíð Oddssyni um allt, sem miður hefur farið síðustu áratugi á Íslandi, að hann tengir hann jafnvel við Icesave-samningana, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gerði við Breta og Hollendinga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.