Þjóðmál - 01.12.2015, Side 95

Þjóðmál - 01.12.2015, Side 95
94 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2015 Umhverfisvernd: Skynsemi í stað ofstækis Rögnvaldur Hannesson: Ecofundamentalism, Lanham: Lexington Books, 2014. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Nú hefur einn virtasti vísindamaður Íslend- inga á alþjóðavettvangi, Rögnvaldur Hannes- son, prófessor emeritus í auðlindahagfræði í Viðskiptaháskólanum í Björgvin, skrifað bók, þar sem hann gerir greinarmun á skynsamlegri umhverfisvernd (wise use environmentalism) og ofstækisfullri (eco- fundamentalism). Sjálfur aðhyllist hann skynsamlega umhverfisvernd, en telur umhverfisverndarofstæki ekki aðeins rangt af fræðilegum ástæðum, heldur líka beinlínis hættulegt. Þetta sé ný ofsatrú, þar sem Náttúran hafi tekið sess Guðs, en munurinn sé sá, að maðurinn sé ekki lengur talinn synd- ari, sem geti gert sér von um aflausn, heldur stórhættulegur skaðvaldur, jafnvel meindýr. Ofstækisfólkið, sem Rögnvaldur andmælir, vilji stöðva hagvöxt, en hann sé þrátt fyrir allt besta ráðið til að vernda umhverfið og bæta. Iðnskipulagið er sjálfbært Rögnvaldur hefur birt hátt í hundrað vísindaritgerðir í fræðitímaritum og gefið út sex bækur á sérsviði sínu. Í hinni nýju bók greinir hann af þekkingu, raunsæi og yfirsýn ýmsar ranghugmyndir, sem kenna má við umhverfisofstæki. Ein er sú, að hið alþjóðlega iðnaðar- og verslunarskipulag okkar daga sé ekki sjálfbært og hljóti því að hrynja undan eigin fargi. Þessi kenning var sett fram við góðar undirtektir í bókinni Endimörkum vaxtarins, sem kom út á íslensku 1974. Boðskapurinn var einfaldur: Jörðin gæti ekki með endanlegum gæðum sínum staðið undir örri fólksfjölgun. Skýringin væri, að framleiðsla gæðanna yxi jafnskrefa (linear), en fólki og þörfum þess fjölgaði með veldis- vexti (exponential). Rögnvaldur bendir á, að höfundar bókarinnar notuðu einföld tölvu- líkön máli sínu til stuðnings, en tóku ekki tillit til margvíslegra þátta, sem verka oft í aðrar áttir, aðallega þátta eins og verðmyndunar og nýsköpunar. Ef verð á olíu hækkar til dæmis, þá fellur eftir- spurnin og menn leita að öðrum orkugjöfum. Ef framleiddir eru bílar, sem eyða helmingi á við forvera sína, þá hefur bílaeldsneytisforði heimsins í raun verið tvöfaldaður. Sjálfur tekur Rögnvaldur dæmi frá Noregi. Skíði voru gerð úr eski, og fyrir hundrað árum höfðu menn áhyggjur af því, að eskitrjám væri að fækka, svo að þeir flýttu sér að planta nýjum trjám í þágu skíðaíþróttarinnar. En áhyggjurnar reyndust ástæðulausar. Nú eru skíði gerð úr gerviefnum. Heimsmet var síðast sett á tréskíðum árið 1970. Spádómarnir í Endimörkum vaxtarins hafa reynst rangir og raunar fjarri lagi. Enn er nóg til af ýmsum jarðefnum, sem átti fyrir löngu að hafa gengið til þurrðar, svo sem olíu, kolum, járni og öðrum málmum. Í bók sinni tekur Rögnvaldur að vísu undir það, að auðvitað séu sum efni ekki endurnýjanleg, en hann telur mörkin, þar sem þau hætta að vera nýtanleg, sveigjanleg, enda ráðist þau mörk einkum af verði og tækniþróun. Varúðarreglan og fjölbreytileiki Rögnvaldur gagnrýnir í bók sinni varúðar- regluna svokölluðu (precautionary principle), sem er, að „Náttúran“ skuli njóta vafans í ákvörðunum um nýtingu auðlinda. Hafi þessi Rögnvaldur Hannesson

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.