Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 7

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 7
Breytingar Ég velti því stundum fyrir mér hve miklar breytingar einstaklingurinn upplifir á ævinni í hraða nútímasamfélagsins, það liggur við að það sem fundið er upp í dag sé orðið úrelt á morgun. Eflaust hafið þið, lesendur góðir, einnig velt þessu fyrir ykkur og riijað upp í leiðinni þær breytingar sem þið hafið upplifað. Margar og miklar breytingarnar eru tilkomnar vegna tækinýjunga. Veiturafmagn er eitt af því sem auknar tækniframfarir leiddu af sér. Það breyttist margt með tilkomu þess og sennilega myndi mín kynslóð ekki vita hvað sneri upp og niður í veröldinni ef ekki væri rafmagn á heimilinu. Við gerum okkur nefnilega ekki alltaf grein fyrir því, hve háð við erum orðin öllum þeim tækjum sem við höfum í kringum okkur. Það þarf ekki að fara nema svona 20 ár aftur í tímann, þá voru svokallaðar heimilistölvur ekki til. Fyrstu heimilistölvurnar þættu ekki merkilegir gripir í dag. Tækniþróun er það hröð að helst þarf að skipta um vél og hugbúnað á tveggja ára fresti til að fylgjast með. Notkun Internetsins varð ekki almenn fyrr en á allra síðustu árum. Árið 1987 fór fyrsti íslendingurinn að nota Internetið að einhverju marki, hann var ekki tölvufræðingur, heldur kennari búsettur á Kópaskeri. Hann tengdist netinu í gengum venjulega símalínu. Það þykir nú frekar léleg tenging í dag þegar við viljum hafa ADSL eða ISDN tengingu, helst þráðlaust samband við gervihnött. Tölvurnar eru að sjálfsögðu gagnlegar og Internetið á margan hátt ómissandi. En við megum ekki gleyma því að tölvurnar og netið er líka hægt að nota í slæmum tilgangi eins og oft hefur komið fram í íjölmiðlum. GSM síminn er annað tæki sem þykir ómissandi í dag en var ekki til fyrir nokkrum árum. Það er eins með GSM símann og tölvurnar, hann hefur fyrir löngu sannað gildi sitt. Fjölskyldumeðlimir geta nú náð í hvern annan, hvar og hvenær sem er. GSM síminn hefur jafnvel reynst lífgjafi einstaklinga sem kallað hafa eftir hjálp, eftir að hafa lent í slysum eða öðrum ógöngum. GSM símar hafa líka tengst umræðum um slæma hluti eins og t.d. einelti og fíkniefnasölu. Við höldum áfram að upplifa breytingar. Breytingar sem hafa bein áhrif á líf okkar, einstaklinginn, eða samfélagið í heild. Við þurfum að taka breytingunum, hverjar svo sem þær eru, nýta þær til framfara og góðra hluta en koma í veg fyrir að þær skaði okkur á einhvern hátt. Við söknum alltaf einhvers frá gamalli tíð en viljum heldur ekki vera án þess sem við höfum í dag. Við skulum halda lífi og starfi fyrri kynslóða á lofti og ekki gleyma uppruna okkar. Hvar værum við í dag án þess brauðstrits sem forfeðurnir lögðu á sig. JGG 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.