Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 22
Múlaþing
Halldór Björnsson og Aðalbjörg Sigurðardóttir í
Húsey. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn
Austurlands.
flatbotnuð kæna. Leist mér ekki meira en
svo á. Sigmar hafði þó átt bát með kili
heima á Hrafnabjörgum og var búinn að
kenna mér lítið eitt að róa. Að minnsta kosti
sótti ég hann einu sinni yfir Selfljótið sem
var lygnt og gott að róa á, en þessi fleyta
minnti helst á mjólkurtrog. Út í var stigið og
sest undir árar og virtist mér Sigmar ætla að
róa upp eftir fljótinu en ekki yfir um, en við
færðumst nú samt smám saman að
bakkanum hinum megin. Straumurinn er
mjög þungur í þessu fljóti, enda vatnsmikið.
Var ég fegin að stíga á land. Við gengum
svo áfram drjúgan spöl heim í Húsey, en þar
ætluðum við að gista. Þar bjuggu
Aðalbjörg, móðursystir Sigmars ásamt
manni sínum, syni og tengdadóttur. Var
okkur þar vel fagnað og vel veitt og hefðu
þeir réttir vel sómt sér í þorrablótstrogum.
Við vorum þarna um nóttina og vöknuðum
snemma því við ætluðum að komast bæði
yfir ár og heiði þennan dag. Eitthvað
dvaldist okkur samt fram eftir morgni, því
bæði vorurn við nestuð og einnig þurfti að
gefa okkur góðan morgunverð áður en við
færum. Líklega eru einir 5 km norður að
Jökulsá. Enn átti að lána okkur ferju. Það
þurfti að byrja á að draga hana nokkuð langt
upp með ánni, því þarna hagar þannig til að
Jökulsáin dreifir sér um láglendi og rennur
í mörgum kvíslum sem síðan sameinast í
einn ós ásamt Lagarfljóti. Þó lagt sé upp frá
austurbakkanum er ekki hægt að komast að
landi hinum megin fyrr en löngu utar eða
neðar. Var ferjan dregin með hestum upp
eftir, en okkur var fylgt á hestum að ánni.
Ég minnist þess mjög vel ennþá að Halldór
maður Aðalbjargar sagði við Sigmar: „Þú
verður að athuga vel að lenda ekki í myrkri
þegar þið komið til baka því þá getur þú
tekið skakkan ál og lent á haf út.“ Hugsaði
ég til þeirra orða á bakaleið en það er önnur
saga. Var nú stigið í ferjuna og farið á
fleygiferð undan straumi eftir kvíslunum.
En svo fór allt að kvika á sandeyrum og
hólmum í ánni og alls staðar spruttu upp
selir, srnáir og stórir og hentust út í
kvíslarnar. Hefi ég ekki fyrr né síðar séð
slíkt safn, er minnti helst á fé sem rennur til
réttar. Mér er sama þó það sé ekki hetjulegt
en ég var hrædd um að þeir kynnu að steypa
um fleytunni, en það sá ég að maðurinn
minn óttaðist ekki. Við komumst svo réttu
álana og stigum á land í Jökulsárhlíð og
gengurn af stað áleiðis í Ketilsstaði. Ég gæti
trúað að það væru um 6 til 7 km. Einn
farartálmi var á þeirri leið, en það var
Fögruhlíðará. Kornurn við á hlaðið í
Bakkagerði og vorum svo heppin að þar
voru hestar heinra við og var okkur fylgt
yfir ána.
Þá vorum við komin í Ketilsstaði í
Jökulsárhlíð, síðasta bæ áður en lagt var á
Hellisheiði. Við hittum Björgvin bónda úti
20