Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 24

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 24
Múlaþing Nikulás Magnússon á Hellisfjörubökkum með foreldrum sínum Magnúsi Jóhannessyni og Ölöfu Guðm undsdóttur. Eigandi: Ljósmyndasafn Austurlands. átti að taka hana í áföngum. Helminginn átti að gera seinna, en gamli bóndinn, Einar á Eyvindarstöðum var ekki ánægður því hann gat ekki komið kerrunni sinni yfir þó að við gætum gengið þurrum fótum. Við vorum nú komin til VopnaQarðar. Þar var móðir Sigmars að nokkru leyti alin upp og var að góðu kunn. Sigmar vissi einnig af skyldfólki þeirra sem þar bjó og vildi heilsa upp á kunningja og ættingja og láta þá hjálpa sér dálítið á ferðalaginu. Við fórum því heim í Eyvindarstaði og börðum þar að dyrum, en Björg, húsfreyja þar er frænka Sigmars. Ekki brugðust viðtökurnar. Var okkur mjög vel tekið og reynt að þurrka fötin okkar við eldavélina eftir föngum, en við ætluðum lengra, vildum komast að Hellisijörubökkum um kvöldið. Ég gæti trúað að það væru um það bil 12 km. Við báðum því um að fá hesta lánaða þennan síðast spöl dagleiðarinnar. Einhvern tíma tók að ná þeim. Húsbóndinn, Kristinn Daníelsson, var ekki heima. Mig minnir karlmenn vera í göngum og fengum við því þá hesta er til voru heima og máttum skilja þá eftir á Hellisfjörubökkum. Við settumst á bak í rökkrinu og riðum af stað. Reyndust hestarnir nærri óviðráðanlega viljugir og kannski ekki fúlltamdir, en við sáum þó lengst af leiðinni til götuslóðanna. Síðasta spölinn var myrkur dottið á og þoka svo mikil að við sáum ekki til vegar, en hestarnir tóku sprettinn þar til við vorum allt í einu komin heim á hlað í Krossavík. Var ég því fegin, því þá var bara örstuttur spölur að Hellisíjörubökkum. Þar bjó þá Nikulás Magnússon, frændi Sigmars, en þeir eru þremenningar. Gott var að fá gistingu þar og hvíla sig eftir ferðina. Mér er enn minnisstætt þegar ég vaknaði um morguninn, að ég fann þá á lyktinni að farið var að sjóða hangikjöt handa okkur. Var matnum flýtt svo að við fengjum að borða áður en við færum. Nikulás fylgdi okkur að þorpinu á Vopnafirði. Þar bjó þá einn frændinn enn, Jón Guðmundsson, jafnskyldur og Nikulás, og fósturbróðir tengdamóður minnar. Hann bjó þá á Skálanesi, en það er eitt af fyrstu húsunum sem fyrir verða þegar komið er innan að þorpinu. Atti hann tvo hesta en fékk þann þriðja lánaðan. Við þurftum að tala í síma og einnig komum við til Halldórs Ásgrímssonar kaupfélagsstjóra, er maðurinn minn þekkti frá Borgarfirði. Þar hafði Halldór áður verið kaupfélagsstjóri. Var hann líka náskyldur Halldóri, manni Aðalbjargar í Húsey. Á þessu heimili var mikil gestrisni og nutum við þess bæði í þetta skipti og ekki síður á heimleiðinni. 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.