Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 27

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 27
Ferðasaga af Austurlandi karlmenn í göngurnar og hestarnir einnig. Skal ég ekki segja um hvort einhver gangnamaður hefur svo orðið gangandi í smalamennskunni okkar vegna eða ekki, en einhvern veginn leystist þessi vandi. En hitt var það að Jónasi leist ekki meira en svo á veðurútlitið. Vissi hann náttúrulega mikið betur en við á hverjum við máttum eiga von og hefur eflaust þess vegna verið tregur til farar að mér fannst. Hann lét þó til leiðast og lofaði að fylgja okkur, en eitthvað seinkaði að við kæmumst af stað og var ég leið að bíða. Eg hef reyndar alltaf átt erfitt með það. Loks vorum við samt tilbúin. En rétt í því kemur kona í hlaðið með tvær dætur sínar um fermingaraldur. Leist fylgdar- manni okkar ekki meira en svo á að leggja með margt kvenfólk á heiðina í því veðurútliti sem var, og útbúnaðurinn ekki nægilega góður. Þótti honum lakara að þær skyldu ekki hafa farið áfram beint til heiðarinnar, því að þá hefðum við náð þeim, en þær fóru 2 km af leið til að sammælast okkur. Þegar lagt var af stað var komin norðan eða norðvestan hraglandarigning á láglendi, en þegar við komum inn á Sandvíkurheiði var ekki rigning heldur krapahríð, eins og það nefnist í þessum landshluta. Við stoppuðum á venjulegum áningarstöðum. Við þurftum einnig að stoppa oftar, því samferðafólk okkar átti í erfiðleikum því ýmislegt vildi bila s.s. gjörð eða beisli. Einn reiðskjótinn var folaldsmeri og voru einhverjar tafir í sambandi við það. Ekki stóð á fylgdarmanni okkar og mátti hann bíða eftir okkur öðru hverju. Síra Jakob var þolinmóðastur að hjálpa konunni og dætrum hennar og var stundum orðið töluvert bil á milli Jónasar og þeirra öftustu. Við vorum svo ýmist með honum eða miðju vegar, svo og aftast þegar samviskan skipaði það. Sagði þessi kona mér síðar að líklega hefðum við erfiðar fylgjur, því ferðalagið hefði allt orðið sér nokkuð erfitt. Þegar komið var af heiðinni að Hvammsgerði skildu leiðir, því þá fór þetta samferðafólk okkar ekki lengra en við ásamt Jónasi og síra Jakobi héldum áfram ferðinni. Við fórum á brúna á Selánni og líkaði mér það vel. Þegar við komum að Ytra-Nýpi kvaddi síra Jakob okkur, hann ætlaði að gista þar, en við héldum áfram að Fremra-Nýpi. Þegar þangað kom sagðist Jónas ekki fara lengra. Við fúndum Kristján bónda þar og sagði hann að hann skyldi lána okkur fylgd og menn til að ferja okkur yfir Skógalónin, en það stytti mikið þá leið sem eftir var. Var þá komið rökkur og við rennandi blaut. Kvöddum við nú okkar ágæta fylgdarmann og fann ég þegar ég kvaddi hann að honum var kaldara á hendinni en mér og var gott að hann skyldi fá gistingu þarna. Við lögðum af stað labbandi niður kargaþýfða Nýpsmóana og er það drjúgur spölur, að minnsta kosti rúmur kílómetri. Ekki man ég hvernig þessi ferja eða bátur leit út en ferðin gekk ágætlega yfir. Gengum við svo sem leið liggur upp frá lónunum að þorpinu á Vopnafirði í myrkrinu, sjálfsagt eina 2 km. Höfðum við þá farið um 40 km. alls. Við fórum beint til Halldórs kaupfélags- stjóra og Önnu Guðnýjar. Tóku þau mjög vel á móti okkur, gáfu okkur heitt að drekka og að borða. Ætlaði Anna svo að þurrka íötin okkar yfir nóttina, en þegar við fórum að klæða okkur úr var ekki til þurr þráður á okkur að heita mátti. Þá var gott að hátta í hlýju herbergi ofan í gott rúm. Við vöknuðum nokkuð snemma daginn eftir og litum út. Vopnafjarðarfjöll höfðu klætt sig í hvítan búning niður í miðjar hlíðar að minnsta kosti, en við komumst helst ekki úr 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.