Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 29
Ferðasaga af Austurlandi
Loks lögðum við af stað og var
spretturinn tekinn og hestar ekki sparaðir,
enda átti Björgvin góða hesta og sóttist
ferðin vel að ánni.
Það var orðið hálfrökkvað og þarna beið
blessuð ferjan okkar eins og við skildum við
hana. Kvöddum við nú fylgdarkonuna,
dóttur Björgvins, og stigum út í ferjuna.
Eitthvað sáum við enn af selum í ánni en nú
var hugurinn ekki eins bundinn við þá
heldur rétta álinn og var nú róið af stað
niður ána á flugferð. Þegar við höfðum farið
æði spöl þótti okkur við vera óþarflega
nærri nyrðri bakkanum og þó við sæjum
ekki vcl til stýrði Sigmar ferjunni nærri
sandeyri eða grynningum, steig út úr og dró
ferjuna yfir grynningarnar og valdi sér
þannig annan ál. Afram var haldið og að
okkur virtist með betri árangri, því nú
færðumst við smátt og smátt nær
austurbakkanum. Hann nálgaðist óðfluga í
rökkrinu og allt í einu gátum við stigið á
land. Enn hvað ég varpaði öndinni léttar. Ég
hafði næstum gleymt að horfa eftir
selunum, sem þó höfðu rekið upp svarta
kollana í kring um okkur.
Við gengum frá ferjunni og löbbuðum
heim í Húsey i rólegheitum, því við vorum
komin yfir Jökulsána og þá var allt í lagi þó
skyggði að eða kæmi myrkur. Þarf ekki að
spyrja að viðtökunum hjá Húseyjarbúum og
hvað gamli bóndinn Halldór var
hugulsamur þegar hann sagði Aðalbjörgu
konu sinni að búa um mig svo ég gæti hvílt
mig meðan hún hefði til rnatinn. Kunni ég
vel að meta það og þáði með þökkum.
Vorum við svo þarna um nóttina.
Við höfðum símað frá Ketilsstöðum í
Unaós og beðið að koma boðum í
Hrafnabjörg að sækja okkur daginn eftir að
Lagarfljóti. Tengdafaðir minn kom með
hesta að fljótinu, en Aðalbjörg mátti ekki
heyra nefnt að við færum fyrr en við værum
Ferjað yfir Lagarfljót. Eigandi: Ljósmyndasafn
Austurlands.
búin að borða hádegismat og lét þess vegna
sækja hann yfir fljótið og við borðuðum
þarna öll. Þennan dag var bjart veður og
heyþurrkur og má nærri geta að hugur Torfa
hefur dvalið nær heyinu en að slóra á
bæjum og héldum við því fljótlega af stað
eftir matinn. Man ég ekki vel hver það var
sem ferjaði okkur yfir Lagarfljótið. Við
komunr heim í Hrafnabjörg seinnipart þessa
dags og fórum að hjálpa til í heyinu um
kvöldið. Þessari ferð var lokið en við áttum
eftir að komast til Reykjavíkur og ætluðum
eins og fyrr segir að taka skip á Borgarfirði.
A Hrafnabjörgum vorum við einn dag
um kyrrt, ýmist að pakka niður eða hjálpa
til í heyi. Daginn eftir lögðum við af stað og
fylgdi Jóhanna tengdamóðir mín okkur á
hestum. Einn hest höfðum við undir dótið
okkar, sem hafði vaxið við veru okkar
þarna. Við höfðum til dæmis með okkur
niðursoðið kjöt og ýmislegt sem að gagni
mætti koma til að gera síðustu vetrardvölina
ódýrari fyrir soninn.
Við fórum í afar fallegu veðri um
Vatnsskarð, sem er ijallvegur milli Héraðs
og Njarðvíkur og er þarna hið fegursta
útsýni nær og fjær. Þegar við komum til
27