Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 38

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 38
Múlaþing ýlaíícrnnjtada JfltKia finnoÚOl \JUfsu 'VmharM 7lfr 1 | á Undaric/Áím, M\ 5'8^ Cftir rftmi, M\ 2 j)ó | Gftirrfi-œdmruMj | gftir(£atelifatíénjM\ 5 89 | UJm Uitdaíifigu, M\ n | (jftirlltdeitmfl, Jí\ \ ZlnMMhaiérik.M VUndmMmgiiiw, | jfiffisediktmwJóiM\ | Vttftpgu tJrmuc Jí\ \Uniaií(ÍjáiijB.tíÓ!iJ M\ Söngtafla frá 1802 sem var í kirkjunni á Hallormsstað en prýðir nú Þingmúlakirkju. Ljósmynát: Snorri Sigurðsson. ekki lítið jafnréttismál á ferðinni hvað kynjaskiptingu varðaði því á „Grallara“ sungu víst konur aðeins örsjaldan í kirkjum. Eins og sjá má stefndu þeir félagar Magnús Stephensen og Geir biskup Vídalín að endurnýjun messunnar í björtum kirkjum þar sem enginn sparaði sína rödd. Og „... megi þá sem allra fyrst vænta þess að sá ósiður afleggist að kórinn syngi en framkirkjan þegi eins og í mörgum kirkjum hafi tíðkast.“14 En orð og athöfn er oft sitt hvað - og framkvæmdin gekk víst ekki sem best, íslenskir sveitamenn líka bágrækir eins og fyrri daginn. Því var sýnilegt að málinu yrði að fylgja fast eftir ætti það að komast í höfn. Þetta var dómstjóranum allra manna ljósast enda beitti hann sér fyrir því að söngtöflur væru strax settar upp í dómkirkjunum tveim. Söngtöflur í austfirskum kirkjum Víkur nú sögunni til Austfirðinga og söngtaflanna í kirkjum þar, einkum í Suður- Múlaprófastsdæmi en þar virðast forstöðumenn kirkna hafa verið fljótir að tileinka sér þessa nýjung. Áður en áratugur var liðinn frá útkomu Aldamótabókarinnar voru þar komnar söngtöflur í mjög margar kirkjur. Hvernig stendur á þessu? Fagnaði almenningur þar Aldamótabókinni og nýja söngnum? Um það get ég ekkert fullyrt, en mig grunar að þetta megi rekja til áhrifa Jóns Stefánssonar (1767-1818), sem jafnan nefndi sig Stephensen og var verslunarstjóri við dönsku verslunina á Djúpavogi, „ ... eflaust merkasti verslunarstjórinn á dögum Busch,“ segir Eiríkur Sigurðsson.15 Jón var frá Ormsstöðum í Breiðdal, kvæntur danskri konu, Elínu Katrínu, sem hvarf aftur til Danmerkur með böm þeirra þrjú þegar Jón lést enn á góðum aldri árið 1818. Jón þekkti vel til í Kaupmannahöfn, keypti dönsk blöð og tímarit og fylgdist vel með hræringum samtímans. Hann var skáldmæltur og sjá má af sumum kvæða hans að hann hefur verið sanntrúaður upplýsingarmaður. Jón var mikill menningarmaður, stofnaði lestrarfélag á Djúpavogi og safnaði margvíslegum 14 Formálinn bis. 32 15 36 Undir Búlandstindi, austfirzkir sagnaþættir, Norðri Akureyri 1970, bls. 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.