Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Qupperneq 55
Skriðuföll í Fljótsdal
stöðum austanlands, m.a. í Valþjófsstaða-
fjalli, sem ég skoðaði 15. nóvember. Stærsta
hlaupið þar hafði fallið eftir grunnum
lækjadrögum ofan frá íjallsbrún og niður
hjá prestssetrinu. Fór aðalhlauptungan þar á
milli íbúðarhúss og íjárhúsa, og niður undir
veginn. Þetta hlaup var nokkuð sérstakt, að
því leyti að það virðist aðallega hafa verið
vatn og krapi, sem blandaðist mold úr
grafningum sem þar voru eða grófust á leið
þess, en víðast var jarðvegur heill þar sem
hlaupið fór yfir, aðeins mjög moldarlitaður,
og sumsstaðar skafinn niður í rót. Á brún
næstneðsta klettabeltis, sem hlaupið hafði
fossað fram af, voru allar birkihríslur heilar,
að því er virtist. Girðingar rifnuðu upp eða
skekktust á neðsta hjallanum. (10. mynd)
í hlíðarrótum var töluvert af lausagrjóti
í skriðunni, sem þar hafði hrúgast saman, en
niðri á túninu var efnið nær eingöngu mold,
upphaflega þunnfljótandi soppa, allt að 1 m
þykk, en varð 1-2 fet þegar vatnið hripaði
burt. Var henni rutt burtu af túninu með
vélskóflu. Skemmdir af þessu stóra hlaupi
urðu því ekki verulegar. Nokkrar smærri
krapaspýjur höfðu myndast utar í ljallinu,
en ekki náð niður fyrir miðja hlíðina.
Einnig voru tvö smáhlaup ofan við
Valþjófsstað II (gamla bæjarstæðið), neðst í
hlíðinni, sem rifu upp nokkurn jarðveg.
Ingólfur Friðriksson frá Valþjófsstað, sem
þá starfaði við blaðið Austra, tók nokkrar
myndir af þessum hlaupum, og birtust
nokkrar þeirra í blaðinu (11. mynd).
(Á Eyvindardal féllu 5 hlaup þann 7.
nóvember, sitt hvoru megin við eyðibýlið
Dalhús, og eitt eða fleiri féllu í Græfum, að
vestanverðu í dalnum, þar sem bíll lenti í einu
þeirra og fór út af veginum 12. nóv. Þetta voru
sömuleiðis aðallega vatns- eða krapahlaup,
sem gerðu lítinn usla. Sjá Austra).
Skriðuhlaup á Arnheiðarstöðum 2002
Merkilegt er að í hinum gríðarlegu
rigningum haustið 2002, þegar vatnsborð
Lagarfljóts náði tvisvar sögulegu hámarki,
var lítið um skriður í Fljótsdal, eftir því sem
best er vitað. Þann 29. (eða 30.) nóvember
féll þó dálítil skriða á Arnheiðarstöðum, en
ekki fer sögum af skriðufollum þar fyrr á
öldum. Skriðan féll úr vel gróinni brekku
beint upp af eldra bænum, stutt fyrir utan
Bæjarlækinn, sem fellur þar í fossi fram af
neðsta hjalla fjallsins, sem kallast
Lambhúshjalli innan við lækinn, en Spreka-
hlíð utar. Skriðan var um 30 m breið nálægt
miðju, ruddi túngirðingu, og náðu moldar-
taumar niður undir bæinn, að sögn Jóns E.
Kjerúlf bónda þar. Nokkrar smærri skriður
féllu úr þessum sama hjalla, bæði utar og
innar. Jón hafði heyrt að einhverjar skriður
hefðu fallið í Norðurdal um sama leyti.
(í fyrri stórrigningunni, þann 12.-13. okt.
féllu nokkrar skriður í Græfum á mótum
Fagradals og Eyvindardals á Héraði. Ein
þeirra var um 100 m breið neðantil. Hún
lokaði þjóðveginum heila nótt og fór alveg
niður í Fagradalsá sem varð mjög moldar-
blönduð).
Viðbót um hrunið í Snæfelli 1998.
Þann 21. janúar 1998 átti sér stað
grjóthrun úr norðausturhlíð Snæfells.
Bergspilda losnaði frá efstu brún fjallsins
og féll um 420 metra niður nærri lóðréttan
klettavegg ofan í jökulbotn sem kallast
Sótavistir, þar sem hún skall á skriðuvæng.
Hrunið vakti mikla athyli almennings og
ekki síst fjölmiðla, þar sem brúnleit rák í
fjallinu var sýnileg úr byggð, meðal annars
frá Egilsstöðum, en fjallið var annars hvítt
af snjó. Menn voru ekki á eitt sáttir um eðli
hrunsins, né hvenær það átti sér stað. Sumir
töldu að þetta hefði fyrst og fremst verið
krapahlaup. Þorsteinn Sæmundsson
53