Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 86

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 86
Múlaþing Þingmúli í Skriðdal. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands. drykkjuslarki, og gerðu þeir honum ýmsar skráveifur þess vegna. Kannski hefur séra Einar verið strangur kennimaður sem vildi fara eftir bókstafnum, en einhverjir prestar vildu fara eftir hentisemi með það. Hann hefur þó verið listaskrifari sem lagði alúð við embættisbækurnar, og sést hans fagra skrautritun í kirkjubókum þeirra sókna er hann þjónaði, en fyrst þjónaði hann Klyppsstað í Loðmundarfirði. Séra Einar lét það ekki viðgangast lengi að pilturinn væri ófermdur, og gekk í það að koma því í lag. Skráir prestur í kirkjubókina að hann fari batnandi daglega, og kunni sæmilega. Fjórðungi bregður til fósturs Bergur var síðan í Þingmúla fram til 1817, kallaður léttadrengur, en 1818 er hann vinnumaður á Hallbjarnarstöðum þar sem hann var a.m.k. til 1819. Nú var hann um tvítugsaldur, og ekki sýnist honum semja við heimafólk þar, því sagt er í kirkjubók að hann sé óþægur og illa kunnandi, og verið getur að nú sé að koma í ljós árangur af ómagaframfærslunni forðum daga, en nánari vitneskju um þarveru hans er ekki að hafa. Séra Einar lést 1820, og eftir það verður óregla á færslum í kirkjubók Þingmúla næstu ár á eftir, en slíkt skeði jafnan þegar prestaskipti urðu. Næst bregður Bergi fyrir úti í Eiðaþinghá. Hann var vinnu- maður í Mýrnesi 1823-24; á Finnsstöðum og einnig Dal- húsum 1825, og eftir það fór hann til Seyðisijarðar og var vinnumaður á Sörlastöðum um hríð. Ekki sýnist sem honum hafi geðjast að sjávar- loftinu, því vorið 1828 snýr hann aftur á fyrri slóðir í Eiðaþinghá, þar sem hann var vinnumaður næstu árin bæði á Dalhúsum (1828-31; 35) og Miðhúsum. (1832; 1840; 1841). Hann jafnvel skrapp til Skriðdals á þessum árum hvar hann var vinnumaður stuttan tíma hjá Eyjólfi Þórðarsyni bónda á Borg. Peninga-Bergur Um þessar mundir mun það orð hafa komist á að Bergur mundi safna peningum eigi alllitlum, en það var nokkuð sem fáir höfðu möguleika til, og víst er að nokkra útsjónarsemi og sjálfsafneitun hefur þurft til að eignast peninga á þessum tíma. Vera má að hann hafi talið sig vita af fenginni reynslu í erfiðum uppvexti að þeir sem voru taldir loðnir um lófana, jafnvel þó þeir væru ekki nema rétt sæmilega bjargálna ef grannt væri skoðað, voru í mun betra áliti heldur en þeir sem ekkert áttu. Peningar sköpuðu vald þá ekki síður en nú, og höfðu þeir sem þá áttu til að mynda nægan myndugleika til að vera kosnir í sveitarstjórnir, og er tímar liðu öðluðust þeir kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, sem var bundið eign, svo slíkt var nokkuð sem hinir eignalausu höfðu ekki 84
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.