Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Qupperneq 86
Múlaþing
Þingmúli í Skriðdal.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
drykkjuslarki, og gerðu þeir honum ýmsar
skráveifur þess vegna. Kannski hefur séra
Einar verið strangur kennimaður sem vildi
fara eftir bókstafnum, en einhverjir prestar
vildu fara eftir hentisemi með það. Hann
hefur þó verið listaskrifari sem lagði alúð
við embættisbækurnar, og sést hans fagra
skrautritun í kirkjubókum þeirra sókna er
hann þjónaði, en fyrst þjónaði hann
Klyppsstað í Loðmundarfirði.
Séra Einar lét það ekki viðgangast lengi
að pilturinn væri ófermdur, og gekk í það að
koma því í lag. Skráir prestur í kirkjubókina
að hann fari batnandi daglega, og kunni
sæmilega.
Fjórðungi bregður til fósturs
Bergur var síðan í Þingmúla fram til
1817, kallaður léttadrengur, en 1818 er
hann vinnumaður á Hallbjarnarstöðum þar
sem hann var a.m.k. til 1819. Nú var hann
um tvítugsaldur, og ekki sýnist honum
semja við heimafólk þar, því sagt er í
kirkjubók að hann sé óþægur og illa
kunnandi, og verið getur að nú sé að koma í
ljós árangur af ómagaframfærslunni forðum
daga, en nánari vitneskju um þarveru hans
er ekki að hafa. Séra Einar lést 1820, og
eftir það verður óregla á
færslum í kirkjubók
Þingmúla næstu ár á eftir, en
slíkt skeði jafnan þegar
prestaskipti urðu.
Næst bregður Bergi fyrir úti í
Eiðaþinghá. Hann var vinnu-
maður í Mýrnesi 1823-24; á
Finnsstöðum og einnig Dal-
húsum 1825, og eftir það fór
hann til Seyðisijarðar og var
vinnumaður á Sörlastöðum
um hríð. Ekki sýnist sem
honum hafi geðjast að sjávar-
loftinu, því vorið 1828 snýr
hann aftur á fyrri slóðir í Eiðaþinghá, þar
sem hann var vinnumaður næstu árin bæði
á Dalhúsum (1828-31; 35) og Miðhúsum.
(1832; 1840; 1841).
Hann jafnvel skrapp til Skriðdals á
þessum árum hvar hann var vinnumaður
stuttan tíma hjá Eyjólfi Þórðarsyni bónda á
Borg.
Peninga-Bergur
Um þessar mundir mun það orð hafa
komist á að Bergur mundi safna peningum
eigi alllitlum, en það var nokkuð sem fáir
höfðu möguleika til, og víst er að nokkra
útsjónarsemi og sjálfsafneitun hefur þurft til
að eignast peninga á þessum tíma. Vera má
að hann hafi talið sig vita af fenginni
reynslu í erfiðum uppvexti að þeir sem voru
taldir loðnir um lófana, jafnvel þó þeir væru
ekki nema rétt sæmilega bjargálna ef grannt
væri skoðað, voru í mun betra áliti heldur
en þeir sem ekkert áttu. Peningar sköpuðu
vald þá ekki síður en nú, og höfðu þeir sem
þá áttu til að mynda nægan myndugleika til
að vera kosnir í sveitarstjórnir, og er tímar
liðu öðluðust þeir kosningarétt og kjörgengi
til Alþingis, sem var bundið eign, svo slíkt
var nokkuð sem hinir eignalausu höfðu ekki
84