Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 88

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 88
Múlaþing fram í réttinum, því við réttarhöld á Skorrastað 10. ágúst 1812 mættu einungis tveir þeirra, sem gæti bent til þess að ekki hafi verið um stórvægilegan stuld að ræða. Fram kemur í þessu málastappi að raunar voru hreppstjórarnir í Mjóafirði tveir hinn hét Sveinn sem ráðguðust um hversu með skyldi fara, og lét Hermann Svein hafa Eirík í haldi, trúlega upp á vatn og brauð eins og stundum tíðkaðist. Fram kemur að yfirvaldið/völdin í Mjóafirði settu Eirík í eins konar „stofufangelsi“ sem var klettavík við sjóinn sem einungis varð komist í af sjó (Smjörvogur) hvar hann hírðist óvissan tíma við kulda og lítinn kost, og verður að ætla það af sveitahöfðingjunum að þá hafi verið sumartími. Töldu þeir að téður Eiríkur hefði þurft mikið að éta, en lyktir málsins urðu hins vegar að þeir gerðu útaf við hann á torkennilegan hátt, og létu það berast út að hann hefði náð í kjöt nokkurt sem ekki var hæft til manneldis, en til að afmá verks- ummerkin tryggilega sökktu þeir líkinu í sjó, og afsökuðu sig með því að hann, þ.e. Eiríkur, hefði ekki verið til altaris í langan tíma, þ.e. „ekki gengið til drottins borðs,“ og þess vegna hefði hann ekki getað fengið leg í vígðri mold! Sjá má fyrir sér heilagramannasvipinn á þeim við þessi réttarhöld! Útkoman úr réttarhöldunum varð hins vegar sú að Sveinn hreppstjóri var gerður að höfuðsökudólgnum og látinn gjalda fyrir misgjörðir annarra, því hér munu fleiri hafa verið að verki. Fram kemur við réttarhöldin að Eiríkur var sagður hafa dáið á Krossi 2. febrúar 1813, en prestverkabókin úr Mjóafirði er þögul sem gröfin um þessa atburði, og sýnist hún vera bæði máð og skert, og húsvitjun er ekki fyrir hendi. Annálar geta um almenn bágindi og vandræði í byrjun 19. aldar, og víða hafi legið við mannfelli, og þóttust menn ekki muna önnur slík. í raun og veru virðist sem allt þetta málaþras sé tilkomið vegna matarskorts, og hungurvofan var stundum býsna þaulsætin við dyr almennings. Þar segir enn fremur á þessa leið: „Strákur einn í Múlasýslu varð sekur um stuld, og hafði hreppstjóri hann í ströngu varðhaldi, en þegar strák tókst að sleppa náði hann kjöti nokkru og át meira en hann þoldi svo hann dó af, en áður hafði hann verið í svelti o.s.frv.“ (Oskar Clausen: Sögn og saga). Vakin skal athygli á að Eiríkur var fullorðinn maður þegar þetta var, (22 ára) svo varla var rétt að kalla hann strák! Sigmundur M. Long getur í sagna- þáttum sínum um konu nokkra í Eiða- þinghá, Katrínu Eiríksdóttur, sem sá og mundi Eirík, frá því hún var að alast upp í Snjóholti. Hann kom að Snjóholti, og mjög hefði hann verið illa til reika, bæði klæðlítill og magur, og hefði fólk aumkast yfir hann og gert honum til góða, bæði með fot og fæði, en ekki leið á löngu þar til Hermann kom og flutti hann með sér til Mjóafjarðar. Enginn hafði þrek eða vald til að hindra það, þó mörgum hrysi hugur við meðferð þeirri sem hann myndi sæta hjá Mjófirðingum. Auðunn hét maður og bjó í Skógum í Mjóafirði í tíð Hermanns. Hann bjó góðu búi, og hafði tekið pilt af sveit, sem var mannvænlegur að sögn, og hafði Auðunn tekið ástfóstri við piltinn. En Hermann taldi sig einhverra hluta vegna „eiga“ hann, þ.e. hafa yfir honum að segja, og vildi fá hann til sín, þrátt fyrir að Auðunn hafði tekið hann af sveit og alið önn fyrir honum. Kom Hermann í eigin persónu til að sækja drenginn, en Auðunn vildi ekki láta hann, og urðu áflog milli þeirra út af því, en Auðunn var hraustmenni, þó hniginn væri á efrialdur, og lauk svo að Hermann varð að láta í minni pokann. Hér kemur fram sem 86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.