Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 88
Múlaþing
fram í réttinum, því við réttarhöld á
Skorrastað 10. ágúst 1812 mættu einungis
tveir þeirra, sem gæti bent til þess að ekki
hafi verið um stórvægilegan stuld að ræða.
Fram kemur í þessu málastappi að raunar
voru hreppstjórarnir í Mjóafirði tveir hinn
hét Sveinn sem ráðguðust um hversu með
skyldi fara, og lét Hermann Svein hafa Eirík
í haldi, trúlega upp á vatn og brauð eins og
stundum tíðkaðist. Fram kemur að
yfirvaldið/völdin í Mjóafirði settu Eirík í
eins konar „stofufangelsi“ sem var klettavík
við sjóinn sem einungis varð komist í af sjó
(Smjörvogur) hvar hann hírðist óvissan
tíma við kulda og lítinn kost, og verður að
ætla það af sveitahöfðingjunum að þá hafi
verið sumartími. Töldu þeir að téður Eiríkur
hefði þurft mikið að éta, en lyktir málsins
urðu hins vegar að þeir gerðu útaf við hann
á torkennilegan hátt, og létu það berast út að
hann hefði náð í kjöt nokkurt sem ekki var
hæft til manneldis, en til að afmá verks-
ummerkin tryggilega sökktu þeir líkinu í
sjó, og afsökuðu sig með því að hann, þ.e.
Eiríkur, hefði ekki verið til altaris í langan
tíma, þ.e. „ekki gengið til drottins borðs,“
og þess vegna hefði hann ekki getað fengið
leg í vígðri mold! Sjá má fyrir sér
heilagramannasvipinn á þeim við þessi
réttarhöld! Útkoman úr réttarhöldunum
varð hins vegar sú að Sveinn hreppstjóri var
gerður að höfuðsökudólgnum og látinn
gjalda fyrir misgjörðir annarra, því hér
munu fleiri hafa verið að verki.
Fram kemur við réttarhöldin að Eiríkur
var sagður hafa dáið á Krossi 2. febrúar
1813, en prestverkabókin úr Mjóafirði er
þögul sem gröfin um þessa atburði, og
sýnist hún vera bæði máð og skert, og
húsvitjun er ekki fyrir hendi.
Annálar geta um almenn bágindi og
vandræði í byrjun 19. aldar, og víða hafi
legið við mannfelli, og þóttust menn ekki
muna önnur slík. í raun og veru virðist sem
allt þetta málaþras sé tilkomið vegna
matarskorts, og hungurvofan var stundum
býsna þaulsætin við dyr almennings. Þar
segir enn fremur á þessa leið: „Strákur einn
í Múlasýslu varð sekur um stuld, og hafði
hreppstjóri hann í ströngu varðhaldi, en
þegar strák tókst að sleppa náði hann kjöti
nokkru og át meira en hann þoldi svo hann
dó af, en áður hafði hann verið í svelti
o.s.frv.“ (Oskar Clausen: Sögn og saga).
Vakin skal athygli á að Eiríkur var
fullorðinn maður þegar þetta var, (22 ára)
svo varla var rétt að kalla hann strák!
Sigmundur M. Long getur í sagna-
þáttum sínum um konu nokkra í Eiða-
þinghá, Katrínu Eiríksdóttur, sem sá og
mundi Eirík, frá því hún var að alast upp í
Snjóholti. Hann kom að Snjóholti, og mjög
hefði hann verið illa til reika, bæði klæðlítill
og magur, og hefði fólk aumkast yfir hann
og gert honum til góða, bæði með fot og
fæði, en ekki leið á löngu þar til Hermann
kom og flutti hann með sér til Mjóafjarðar.
Enginn hafði þrek eða vald til að hindra
það, þó mörgum hrysi hugur við meðferð
þeirri sem hann myndi sæta hjá
Mjófirðingum.
Auðunn hét maður og bjó í Skógum í
Mjóafirði í tíð Hermanns. Hann bjó góðu
búi, og hafði tekið pilt af sveit, sem var
mannvænlegur að sögn, og hafði Auðunn
tekið ástfóstri við piltinn. En Hermann taldi
sig einhverra hluta vegna „eiga“ hann, þ.e.
hafa yfir honum að segja, og vildi fá hann
til sín, þrátt fyrir að Auðunn hafði tekið
hann af sveit og alið önn fyrir honum. Kom
Hermann í eigin persónu til að sækja
drenginn, en Auðunn vildi ekki láta hann,
og urðu áflog milli þeirra út af því, en
Auðunn var hraustmenni, þó hniginn væri á
efrialdur, og lauk svo að Hermann varð að
láta í minni pokann. Hér kemur fram sem
86