Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 92

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 92
Múlaþing gengu þau í hjónaband frá heimakirkju brúðarinnar, sem þó var talið hlýða á þessum tíma, og brúðkaupið fór fram frá Breiðavaði, en þangað hafði ijölskyldan frá Dalhúsum flutt skömmu fyrir 1840. Ungu hjónin komu svo á Jökuldalinn vorið 1850 og settust að í Hjarðarhaga. Munu þau hafa búið í sambýli við foreldra hennar og bróður sem Jón hét, en kona hans var Guðlaug Sigmundsdóttir, systir Helgu húsfreyju í Sænautaseli um þessar mundir, en þær voru úr Skriðdal ættaðar. Fyrsta barn þeirra hjóna fæddist svo í Hjarðarhaga hinn 20. júlí og var skírt Eyjólfur í höfuð afa síns í móðurættina. Heiðarbýlið Veturhús Víst mun vera að ekki mun Björn Gíslason hafa ætlað sér að búa lengi í sambýli með öðrum ef taka á mið af sögusögnum. Hefur viljað hafa meira olnbogarými en það, og sjálfsagt verið á höttunum eftir jarðnæði ef eitthvað myndi losna. Vorið 1855 höfðu þeir Björn og Einar Bessason í Veturhúsum í Heiðinni, sem þar hafði búið tvö síðustu árin, jarðaskipti og fluttist Einar þá að Hjarðarhaga með fjölskyldu sína, en Björn og fjölskylda að Veturhúsum. Vegna þessara jarðaskipta skal þess getið að ólíklegt verður að telja að þau Einar Bessason og kona hans Lilja Vigfúsdóttir sem bæði voru Þingeyingar, hafi haft einhvern rétt umfram Björn til að búa í Hjarðarhaga, bæði aðkomin í hreppinn, því víst er að Ólöf hafði allan rétt umfram þau til að búa þar, enda borin þar og barnfædd. Að Björn, sem sumir telja að hafi átt nokkuð undir sér, skyldi ekki veigra sér við að setjast að á heiðarbýli, segir sína sögu um hvert álit menn höfðu þá á heiðarbúskapnum, en þar lifðu menn sem annarsstaðar á sauðfé, og hlunnindi voru af silungsveiði í vötnum. í Veturhúsum hafði byggð hafist árið 1846 og var býlið byggt í landi Hákonarstaða. Vorið 1856 fæddist þeim hjónum í Veturhúsum dóttir sem hlaut nafnið Kristín, sem var nafn ömmu hennar í móðurætt. Þar með voru börnin orðin tvö og urðu ekki fleiri. Svo virðist sem búskaparlag Björns í Veturhúsum hafi vakið athygli fyrir góðan afrakstur, og honum hafi búnast þar vel, og er nefnt sem dæmi góður og mikill heyskapur og drjúg silungsveiði. Þegar Björn var farinn að búa í Veturhúsum leið skammur tími þar til þau Bergur og Kristín komu til hans frá Skjöldólfsstöðum, en þar höfðu þau verið frá því þau fóru frá Gagurstöðum (Gauksstöðum) vorið 1852, og var hann vinnumaður, en hún húsmennskukona, og var það jafnan svo meðan bæði lifðu. Þeim varð ekki barna auðið, en á þeirra snærum voru þegar hér var komið tvær fósturdætur: Dótturdóttir Bergs, að nafni Kristín Jónsdóttir, sem fædd var á Fljótsbakka í Eiðaþinghá 1851, og fylgdi hún þeim alla tíð síðan, en hún varð skammlíf, og einnig sonardóttir Bergs, Jóhanna Björg Jónasdóttir, sem fædd var í Klúku í Fljótsdal 1842. Hún fermdist hjá þeim vorið 1857 og fékk góðan vitnisburð, - kann og skilur prýðilega, Hún fór að vinna fyrir sér strax eftir fermingu eins og siður var meðal fátækra unglinga, og var vinnukona á Aðalbóli 1859-60. Hún mun hafa verið í Möðrudal 1863 og Grímsstöðum á Fjöllum 1864 og segir síðar af henni. Vorið 1860, hinn 26. maí lést Ólöf húsfreyja, og ekkert kemur fram um dánarorsök, enda er það sárasjaldan sem prestar fara út í slíkt, enda hafa þeir sjálfsagt oftast verið lítt færir að greina sjúkdóma. Björn bjó þó áfram með fólki sínu, og má ætla að Kristín kona Bergs sem jafnan var nefnd húsmennskukona, hafi séð 90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.