Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 95

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 95
Bergur Hallsson frá Hryggstekk í Skriðdal Bergur hafi talið sig vera búinn að láta börn sín hafa það sem þau áttu, sem ef til vill má til sanns vegar færa varðandi dótturdóttur hans Kristínu frá Fljótsbakka, en þau Bergur og Kristín kona hans ólu hana upp, eins og áður er fram komið, og einnig má nefna sonardóttur Bergs; Jóhönnu Björgu, sem var í fóstri hjá þeim óvissan tíma, og fermdist hjá þeim á Veturhúsum. Að lokum er ekki hægt að útiloka að þau Ragnhildur og Jónas hafi eitthvað fengið af ijármunum föður síns, þó þess finnist hvergi getið. Hins vegar skal þess getið að rétt mun vera að óskilgetin börn erfðu ekki föður sinn, þegar eins var málum háttað og með þau Ragnhildi og Jónas, nema faðirinn hafi áður látið þinglýsa því að hann væri faðir þeirra. Ekkjan virðist hafa átt rétt á þriðja hluta bús þeirra, og auk þess var henni heimilt að taka morgungjöf sína undan, en þar sem þau hjón voru barnlaus virðist sem Bergur hefði getað ráðstafað með erfðaskrá tveim þriðju búsins á þann hátt sem honum sýndist. (Heimild: Lögfrœðileg formálabók eða leiðarvísir fyrir alþýðu, e. Magnús Step- hensen og L. E. Sveinbjörnsson, Reykjavíh 1886, um erfðir og erfingjaskipti). Björn hinn ríki. Ekki vantar það sem fengið er Eins og áður er fram komið bjó Björn Gíslason fyrst í Hjarðarhaga á Jökuldal (1850-55), en er á leið fór hann að ókyrrast, því hugur hans, líkt og annarra hefur helst staðið til að búa á eigin jörð, en hefur um þær mundir skort íjármuni til jarðakaupa. Hann flutti þá á heiðarbýli (Veturhús) til að geta sjálfur ráðið gerðum sínum að fullu. Ekki eru efni til að álykta að hann hafi fengið mikla peninga úr búi foreldra sinna, sem tæplega hafa getað verið mjög efnuð, þar sem börn þeirra voru 9 talsins, en auk þeirra átti Gísli barn fram hjá konu sinni. Hann lést árið 1862, en kona hans 21 ári seinna. Hins vegar má geta þess að tengdaforeldrar Björns létust á þessum árum, og dó Guðrún 1864, 29. júlí, en Jón 1866, 26. mars. Hefur Aðalbjörg þá hlotið sinn arfahlut eftir foreldra sína ásamt tveim systrum sínum, þeim Guðbjörgu húsfreyju í Hafrafellstungu í Axarfirði, og Ingibjörgu húsfreyju á Ketilsstöðum í Hlíð. Hvort jörðin Grímsstaðir hefur þá verið orðin eign gömlu hjónanna er ekki hægt að segja um, en Jón var, eins og fyrr er fram komið, einungis talinn þar leiguliði að minnsta kosti til 1847, hvað sem síðar hefur orðið. Þessir fjármunir hafa vafalaust komið sér vel í búið, þó Aðalbjörg hafi einungis fengið þriðja part af arfinum, og mun hafa verið ahnannarómur að þeim Birni hafi búnast vel. Ýmis atriði eru umhugsunarverð í húsvitjunarbók Skinnastaðasóknar frá þessum tíma. Við húsvitjun árið 1868 er Björn Gíslason allt í einu titlaður óðalsbóndi, en áður hafði nægt að telja hann bara bónda. Gefur það til kynna að hann sé þá orðinn eigandi jarðarinnar, en jafnframt að hann hafi ekki verið það áður. En Björn hefur gert meira en „eignast“ jörðina, því fram kemur í endurminningum Friðriks Guðmundssonar frá Syðra-Lóni, en hann var fæddur og uppalinn á Hólsfjöllum, að Björn hafi endurbyggt myndarlega allan bæinn á Grímsstöðum rétt fyrir 1870, svo ekki hefur hann skort fjármuni þegar hér var komið. Eftir dauða Bergs er Kristín Jónsdóttir réttilega kölluð ekkja, en síðan próventukona 1869 og 1870, það er að segja að hún hafi lagt með sér eignir sínar sér til framfærslu þar á Grímsstöðum, en þar sem hún var tæpast eldri en um sextugt, mætti álíta að hún hljóti enn að hafa verið vinnufær, a.m.k getað amlað fyrir sjálfri sér, og auk þess hefði hún átt að búa að 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.