Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 106
Múlaþing
-S? t ■ '1,
Munir eftir Svein á sýningu hjá Minjasafni Austurlands. Viðfangsefnin sótti hann m.a. í íslenska náttúru
og þjóðsagnaarf. Ljósmyndir: Skarphéðinn G. Þórisson. Eigandi mynda: Ljósmyndasafn Austurlands.
stöður og sá um gróðursetningu blórna.
Árið 1985 hlóð hann minnismerkið um
Sigfús Sigfússon þjóðsagnaritara, sem
stendur á hæðinni fyrir utan Eyvindarár-
brúna og 1983 hlóð hann undirstöður undir
minnisvarða um Pál Ólafsson skáld, á
Hallfreðarstöðum. (Dagbœkur Sveins). Þá
hlóð hann allnokkra vörðu við Fossvelli, en
hún hefur ekki verið merkt. Bjarni Einars-
son telur hana hafa verið hlaðna til
minningar um Gunnar Ragnarsson, systur-
son Sveins, sem fórst af slysförum 1970.
(Bjarni Einarsson).
Árið 1993 var haldið á Egilsstöðum
Vestnorrænt kvennaþing og til að halda
minningu þess á lofti var hlaðin mikil varða
á kletti við Barnaskólann á Egilsstöðum.
Hugmyndina átti Edda Björnsdóttir á
Miðhúsum. Sveinn var meðal annarra
fenginn til verksins.
Vinna Sveins var eftirsótt af fólki sem
áhuga hafði á að halda við hinum gömlu
vinnubrögðum við hleðslur. Hann var
fenginn til að sjá um hleðslur við endur-
byggingu gamallar verbúðar í Ósvör við
Bolungarvík. Þar vann hann bæði sumarið
1988 og 1989. Árið 1988 vann hann einnig
við lagfæringar í Glaumbæ í Skagafirði.
Hann fór norður á Strandir og endurhlóð
þar m.a. úr grjóti gamalt sæluhús á
Sótavörðuhæð á Steingrímsfjarðarheiði,
árið 1989. Einnig lagfærði hann hleðslu við
laug Guðmundar hins góða á Klúku í
Bjarnarfirði árið 1990. Lionsklúbburinn á
Hólmavík stóð fyrir báðum þessum
verkefnum og það var Þór Magnússon
þjóðminjavörður sem mælti með Sveini í
hleðslurnar. Bæði þessi verkefni þykja til
fyrirmyndar, eru vel unnin og vönduð.
(Jón Jónsson, þjóðfræðingur, tölvupóstur 5.3.04).
Árið 1992 var ráðist í það verkefni að
endurbyggja eyðibýlið að Sænautaseli í
Jökuldalsheiði þar sem langafi og
langamma Sveins höfðu verið fyrstu
ábúendur. (Þórarinn Sveinsson), Aðalhvata-
maður þessa var Auðun Einarsson smiður
og kennari. Hann hafði í nokkur ár haft
áhuga á að endurreisa baðstofuna. I lið með
sér fékk hann Svein frá Hrjót, sem strax
fékk áhuga á verkinu. Hann hvatti mjög til
þess að allur bærinn yrði endurbyggður,
sem svo var gert. Þeir ræddu þetta við
hreppsnefnd Jökuldælinga, sem ákvað að
kosta verkið. Þetta varð verkefni þriggja
104