Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 106

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 106
Múlaþing -S? t ■ '1, Munir eftir Svein á sýningu hjá Minjasafni Austurlands. Viðfangsefnin sótti hann m.a. í íslenska náttúru og þjóðsagnaarf. Ljósmyndir: Skarphéðinn G. Þórisson. Eigandi mynda: Ljósmyndasafn Austurlands. stöður og sá um gróðursetningu blórna. Árið 1985 hlóð hann minnismerkið um Sigfús Sigfússon þjóðsagnaritara, sem stendur á hæðinni fyrir utan Eyvindarár- brúna og 1983 hlóð hann undirstöður undir minnisvarða um Pál Ólafsson skáld, á Hallfreðarstöðum. (Dagbœkur Sveins). Þá hlóð hann allnokkra vörðu við Fossvelli, en hún hefur ekki verið merkt. Bjarni Einars- son telur hana hafa verið hlaðna til minningar um Gunnar Ragnarsson, systur- son Sveins, sem fórst af slysförum 1970. (Bjarni Einarsson). Árið 1993 var haldið á Egilsstöðum Vestnorrænt kvennaþing og til að halda minningu þess á lofti var hlaðin mikil varða á kletti við Barnaskólann á Egilsstöðum. Hugmyndina átti Edda Björnsdóttir á Miðhúsum. Sveinn var meðal annarra fenginn til verksins. Vinna Sveins var eftirsótt af fólki sem áhuga hafði á að halda við hinum gömlu vinnubrögðum við hleðslur. Hann var fenginn til að sjá um hleðslur við endur- byggingu gamallar verbúðar í Ósvör við Bolungarvík. Þar vann hann bæði sumarið 1988 og 1989. Árið 1988 vann hann einnig við lagfæringar í Glaumbæ í Skagafirði. Hann fór norður á Strandir og endurhlóð þar m.a. úr grjóti gamalt sæluhús á Sótavörðuhæð á Steingrímsfjarðarheiði, árið 1989. Einnig lagfærði hann hleðslu við laug Guðmundar hins góða á Klúku í Bjarnarfirði árið 1990. Lionsklúbburinn á Hólmavík stóð fyrir báðum þessum verkefnum og það var Þór Magnússon þjóðminjavörður sem mælti með Sveini í hleðslurnar. Bæði þessi verkefni þykja til fyrirmyndar, eru vel unnin og vönduð. (Jón Jónsson, þjóðfræðingur, tölvupóstur 5.3.04). Árið 1992 var ráðist í það verkefni að endurbyggja eyðibýlið að Sænautaseli í Jökuldalsheiði þar sem langafi og langamma Sveins höfðu verið fyrstu ábúendur. (Þórarinn Sveinsson), Aðalhvata- maður þessa var Auðun Einarsson smiður og kennari. Hann hafði í nokkur ár haft áhuga á að endurreisa baðstofuna. I lið með sér fékk hann Svein frá Hrjót, sem strax fékk áhuga á verkinu. Hann hvatti mjög til þess að allur bærinn yrði endurbyggður, sem svo var gert. Þeir ræddu þetta við hreppsnefnd Jökuldælinga, sem ákvað að kosta verkið. Þetta varð verkefni þriggja 104
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.