Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 107
Sveinn Einarsson hleðslumeistari frá Hrjót
kynslóða, því að flestir unglingar og börn
niður í 10 ára aldur lögðu hönd á plóginn.
Unga fólkið lærði þarna að rista torf, stinga
hnausa, strengi og klömbrur og þ.h. Efnið í
hleðslurnar var tekið á staðnum og flutt til
hleðslumannanna á hjólbörum.
(Freyr/ 1993/bls. 208).
í júlí 1993 hlóð Sveinn bogabrú yfir
Kerlingará, í trjásafninu á Hallormsstað,
hafði hann lengi dreymt um að spreyta sig á
slíku verkefni. (Dagbœkur Sveins ogSig. Friðrik
Lúðvíksson).
í ágúst 1993 hélt Sveinn námskeið í
grjóthleðslum, að Hvanneyri. Einn nemenda
hans var Páll Guðmundsson listamaður á
Húsafelli. Páll skar í rauðastein úr Húsa-
fellsgili vangamynd af Sveini og var hún
felld inn í vegg þann sem nemendur hlóðu.
Veggur þessi er við gafl skólahússins á
Hvanneyri og þar blasir vangamyndin við
gestum og heimamönnum. (Bjarni Guðmunds-
son Hvanneyri, tölvupóstur 5.3.2004). Þá gaf Páll
Sveini stein úr Húsafellsgilinu og tálgaði
Sveinn höfuð úr honum og gaf það Þóru
Magnúsdóttur sem þá var einn af nem-
endunum við hleðsluna. (Þóra Magnúsdóttir/
tölvupóstur, 10.3.2004 ). Sveinn tekur fram í
dagbók sinni að hann hafi heimsótt Pál og
skoðað listaverk hans og „var mjög hrifinn”.
Að tálga í tré
Eftir að Sveinn hætti búskap og flutti að
Hallormsstað gáfust fleiri tómstundir og þá
byrjaði hann að tálga í tré og skera út. Hann
smíðaði platta, stafi, smjörhnífa og fleira og
brenndi myndir í. í fyrstu smátt í sniðum, en
þessi iðja hans óx og dafnaði og eftir að
hann flutti til Egilsstaða eignaðist hann
verkstæði til að vinna í, við heimili sitt að
Selási 12. Þá eignaðist hann og rennibekk
og fór þá að renna suma smíðisgripi sína.
Einnig jókst þá eftirspurn eftir
smíðisgripum hans. Það má sjá í dagbókum
Sveins, hver viðfangsefni hans voru helst.
105