Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 124

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 124
Múlaþing Geinarhöfundur við gœsamerkingar. Ljósmynd: Emil Björnsson. Fjölsóttir fuglastaðir Fuglar í vortalningu teljast að meðaltali á um 135 stöðum sem er um 15 staðir í hverju sveitarfélagi og er þá úthagi ekki talinn með sem staður. Þessir staðir skiptast þannig: Jökuldalur 18, Jökulsárhlíð 15, Hróarstunga 16, Hjaltastaðaþinghá 16, Eiðaþinghá 11, Felí 10, Fljótsdalur 18, Vellir 14, Skriðdalur 17 og Egilsstaðir 1. Þetta er nokkuð öfugsnúin dreifing grágæsa þar sem mesti fjöldi þeirra er á Úthéraði, en þær sjást á fleiri stöðum á Upphéraði. Fáeinir staðir og bæir skera sig úr hvað fuglaijölda varðar. Ar eftir ár velja gæsir og álftir sér fæðusvæði á ræktuðu landi á vorin á Héraði þar sem þær staldra við ýmist fram að varpi eða þar til gróður í úthaga hefur tekið við sér. Þetta eru ekki aðeins þeir fuglar sem eiga hér varpheimkynni heldur einnig þeir fuglar sem fara um á farleiðum sínum til annarra svæða og landa. Það er hæpin skýring að fuglarnir velji sér þessa fjölsóttu staði til fæðuöflunar, af tilviljun ár eftir ár, fjöldi annarra staða stendur þeim til boða. Það er fýrst og fremst vegna ræktunar sem fuglarnir eru á viðkomandi stöðum, annars væru þeir dreifðir út um alla móa og mýrar sem þeir og eru þegar úthagagróður hefur tekið við sér. Þessir útvöldu, fjölsóttu fuglastaðir hafa eitthvað til að bera fram yfir aðra staði. Líklegt er að ástæður fyrir ljölsóttum fuglastöðum séu af ýmsum toga og skipta búskaparhættir miklu máli í því sambandi. Þeir staðir sem grágæsir sækja mest í eru þar sem stundaður er hefðbundinn sauðíjár og nautgripabúskapur, blandaður búskapur og matjurtarækt. Þar er ræktað land yfirleitt mikið eða því er vel við haldið með reglulegri endurræktun og með ríkulegri áburðargjöf lífræns og tilbúins. Einnig er mögulegt að aðrir þættir eins og staðsetning staðanna, umferð - truflun og friðhelgi geti haft áhrif ásamt fyrrnefndum atriðum sem skapa skilyrði. Munur milli hefðbundinna og fjölsóttra staða virðist ekki stafa af stærðarmun staðanna. Miðað við þróun og stöðu mála í íslenskum landbúnaði er líklegt að breytingar þar muni koma fram í breyttu dreifingarmynstri grágæsa og álfta. Eftir því sem fleiri jarðir fara í eyði og ræktun á þeim lendir í órækt munu þessir fuglar sækja meira á þá staði sem eftir verða í ábúð. Dreifing Sumarbeit ljölskyldunnar í júní og júlí er ýmist í og við varplöndin eða fuglarnir sækja í hagana lengra til og getur þá verið veruleg vegalengd sem lögð er að baki. Þar sem svo háttar til safnast fjölskyldur saman 122
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.