Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 127
Grágæsir á Úthéraði
Aligœs, afkomandi grágæsar með unga sína. Ljósmynd: Sólveig Sigurðardóttir.
innar ef aðstæður leyfa. í þurru túni eru
grænustu blettirnir vinsælir einkum í
vallarfoxgras- og rýggresissléttum. Tjón af
völdum grágæsa hefur verið mælt með
tilraun og var til þess sáð grasfræi í rýrt land
í rásir sem nutu ekki friðunar. Aðeins var
greint að sauðfé, grágæsir og fáeinar rjúpur
notuðu ræktina. I rásunum höfðu
grasbítarnir rifið upp nýgræðinginn með
rótum, skemmdirnar voru metnar tæplega
10%. Aðrar skemmdir voru af völdum
sauðijár sem höfðu krafsað í svörðinn áður
en þær lögðust í sárið. Einnig höfðu rjúpur
gert það sama og skildu þær eftir
sönnunargögn í bælum sínum. Gera þarf
fleiri athuganir á þessu sviði áður en farið er
að dæma tjón af völdum grágæsa á ræktuðu
landi sem þessi athugun bendir til að sé
óverulegt. Tjón af völdum beitar verður að
skoðast sem rótarskemmdir á ræktun, en
ekki minni uppskera. Mikið beitarálag á
ræktuðu landi fer mikið eftir búskapar-
háttum og er mesti fjöldi grágæsa á
bújörðum þar sem stunduð er nautgriparækt
(sjá skýringarmynd yfir jjölsótta fuglastaði). Ekki
er fráleitt að kannað verði hvort greiða eigi
bændum sem eru undir mesta gæsaálaginu
bætur fyrir hugsanlegt tjón sem af beit
þeirra getur hlotist. Það kann að vera
rökréttara en bætur fyrir beit í úthaga.
Grágæsin í eina öld
Heimildir um grágæsavarp á Héraði í
byrjun 20. aldar gefa til kynna að það hafi
verið allnokkurt og í nýtanlegum mæli.
Eggin voru tekin á öllum varpstigum, ný,
stropuð og unguð. Ný egg geymdust það vel
að bakað var úr þeim til jóla. Litlar
tölulegar upplýsingar eru til um tjölda
grágæsa, hreiðra og eggja frá aldamótunum
til ársins 1940. Eftir að ræktun túna hófst að
einhverju ráði upp úr 1944, (Sveitir og
jarðir í Múlaþingi 1. bindi, bls.194, 1974)
fjölgaði gæsum stöðugt og er talið að stór
hluti varpa hafi verið fullsetinn um 1960 til
1970 og hefur fjöldi varppara lítið breyst frá
því. Frá 1950 breiddist grágæsavarp nokkuð
út og þar sem ekki voru þekkt vörp 1964
125