Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 129

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 129
Grágæsir á Úthéraði stóraukist frá árinu 1987 en grágæsa- stofninn hefði átt að geta staðið undir auknum veiðum. Skoða verður þátt veiðanna í samhengi við aðra þætti. Eggjatakan þó hófleg sé er undir lítilli stjórn landeigenda og tekur hún alltof langan tíma og veldur þar af leiðandi síðbúnu varpi og verður til þess að ungar verða seinna fleygir. Það sama gerist þegar vorhret spilla varpi en í þeim árum bætast þau affoll við eggjatökuna. Þetta leiðir aftur til þess að varpfuglar sækja stífar í ræktað land að hausti svo ungarnir bæti meira við þyngd sína fyrir farflugið. Veiðar á grágæsum eru nær eingöngu stundaðar í og við ræktað land og bitna fyrst og fremst á ijölskyldufuglunum. Það eru því nokkuð sterk rök sem færa má fyrir að hnignunin í varpi grágæsa stafi sennilega af þessum samverkandi nytja- og náttúrufars- þáttum. Það eru ýmsar leiðir til að hafa stjórn og áhrif á nytjar og afkomu grágæsa án þess að farið verði út í að geta þeirra hér. Hættur Þær hættur sem steðja að grágæsum hin síðari ár á Héraði, einkum Uthéraði, eru stóraukið veiðiálag og rýrnun kjörlenda. Vegna veiða og veiðiaðferða hafa gæsirnar verið skotnar út úr ræktuðu landi og að miklu leyti náttstöðum. Með öðrum orðum þá má segja að þær séu hættar að koma í tún eftir að veiðitíminn hefst, fæling síðustu ára hefur verið mikil. Eins og að framan hefur verið lýst kýs grágæsin sér mýrar, kjarrlendi, móa, holt og ása til varps og fæðuöflunar. Margt bendir til þess að ganga muni á þessi svæði í framtíðinni vegna nytjaskógræktar. Margar eyðijarðir hafa verið lagðar undir barrskógarreiti og fleiri eiga eftir að bætast við. 1 framtíðinni verður hægt að fylgjast með þessari þróun og meta hver áhrif skógræktar verða á afkomu grágæsa á Héraði þar sem vöktuð vörp hafa verið tekin undir ræktun. Grágæsir fá einhverskonar flökku- fiðring að haustinu fyrir fartímann í byrjun október en um það leyti eru hóparnir að verða hvað stærstir. Flakka þær þá mikið um og sækja mjög í félagsskap sem er líklega hluti af hópmynduninni fyrir farið. Stöku fuglar dvelja hér lengur en fram yfir miðjan október og hafa verið yfir vetur. Það geta verið særðir fuglar sem treysta sér ekki eða eru ófærir til þess að leggja í farflugið. Slíkir fuglar halda oft öðrum gæsum hjá sér langt fram á vetur eða þar til jarðbönn hrekja þá burt. Vetrarstöðvar grágæsanna eru á Bretlandseyjum, einkum í Skotlandi og einnig í nokkrum mæli í Noregi rúma 1000 km frá íslandi. Lokaorð Efni þessarar greinar er allt byggt á athugunum höfundar, nema að annað sé tekið fram. Það er von mín að fólk hafi gagn og gaman af lestrinum og hann verði til að auka skilning á stöðu og lífsferli grágæsa á Héraði. Vil ég nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa veitt mér aðgang að löndum sínum og margvíslegar upplýsingar um gæsina í gegnum tíðina. Vonast ég til að svo geti verið áfram um ókomin ár. 127
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.