Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 146

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 146
Múlaþing Fljótt virðast hafa tekist náin kynni með Jóni og Guðbjörgu. Reyndar hafa þau þekkst nokkuð frá bernsku, hún á Ási en hann á Ormarsstöðum og í Refsmýri. Þau giftust 24. október 1832 og fyrsta barn þeirra, sonurinn Jón fæddist sama ár. Fluttust með börn sín að Refsmýri árið 1834. Ekki verður annað séð en að búskapur þeirra hafi gengið áfallalítið. Þau voru aldamótabörn, bæði fædd um 1800 og lífsreynd þegar sambúð hófst. Börn þeirra urðu sjö, tvö dóu ung og tvö sitt hvorum megin tvítugs. Jón lést 1866 en Guðbjörg lést í Refsmýri hjá Guðnýju dóttur sinni 1877. Verður nú gerð grein fyrir börnum þeirra og nokkrum nánustu afkomendum, einkum þeim sem í Refsmýri dvöldust. Ragnhildur Pálsdóttir (8327), f. á Arnórsstöðum um 1820 kom ekki með foreldrum sínum að Ormarsstöðum heldur frá Hákonarstöðum 1827 en þá var faðir hennar dáinn. Var sjö ár á Ormarsstöðum að sinni, kom að Refsmýri 1834, var þar fá ár en varð vinnukona í Flögu í Skriðdal um tvítugt. Varð svo vinnukona á Ormars- stöðum og giftist húsbóndanum Vilhjálmi Marteinssyni eftir lát Þóru móðursystur sinnar, sem dó 24. apríl 1842. Vilhjálmur og Ragnhildur giftust 26. október 1843, hann 50 ára en hún 23 og mun það vera fremur sjaldgæfur aldursmunur hjóna. Fluttust að Mýrnesi í Eiðaþinghá 1851. Börn þeirra voru fimm og Vilhjálmur átti fimm dætur af fyrra hjónabandi. Ein þeirra var Guðrún, sem hér var áður nefnd í kafla um Hlíðarsel. Furðulegt er að íjölskyldan er ekki í aðalmanntali 1860 en er þó í sóknar- mannatölum á þessum árum. Vilhjálmur lést 15. desember 1862, nærri sjötugur. Ragnhildur kom aftur í Fell 1879 að Egilsseli, var þar, í Refsmýri og á Ormars- stöðum næsta áratuginn en fluttist að Eyvindará 1889 til Guðnýjar hálfsystur sinnar og lést þar árið 1898 (sjá um Guðnýju síðar). Sigfinnur (8326) Pálsson f. á Ormarsstöðum 8. október 1824 og fluttist á 10. ári með fjölskyldunni að Refsmýri, var þar fram undir tvítugt og stundum síðar á ævi. Segja má að líf hans hafi orðið sérkennileg búferla- og hrakningasaga. Var vinnumaður á Birnufelli um tvítugt, fór þaðan að Giljum á Jökuldal 1845, fór í Ormarsstaði 1846 og var þar til 1849, fór þá aftur að Giljum, þaðan í Refsmýri 1851 og var þar vinnumaður fjögur ár. Eitt árið var þar vinnukona Ingveldur Mikaelsdóttir frá Svínabökkum í Vopnafirði. Hún fór að Fossi í Vopnafirði vorið 1855 og fæddi þar dótturina Katrínu Guðlaugu 5. nóvember um haustið. Vorið 1856 fluttist Sigfinnur frá Birnufelli að Mýrnesi til Ragnhildar systur sinnar. Ingveldur kom þangað frá Vopnafirði með telpuna. Þau fluttust í vinnumennsku að Sleðbrjótsseli í Hlíð 1857. Þar fæddust fjögur börn í viðbót og urðu öll skammlíf, náðu vart ársaldri. Þess skal getið að háskaleg barnaveiki gekk á Héraði 1861 og slæm hálsbólga á eftir. Á árunum 1860-1862 létust urn 70 börn 14 ára og yngri í Kirkjubæjarsókn einni. Sama var í öðrum sóknum á Héraði. Barnamissirinn virðist hafa gengið nærri Ingveldi og Sigfinni. Þau afréðu að flytjast að Fossgerði í Eiðaþinghá 1861. Katrín var ein eftir af barnahópnum. Amma hennar, Guðbjörg í Refsmýri, tók hana til sín er hún var sjö ára og ólst hún þar upp að nokkru leyti fram yfir fermingu. Sigfinni og Ingveldi fæddist drengurinn Guðjón 1862. Það vor fluttust þau að Kleppjárnsstöðum og tveim árum síðar að Ási í Fellum. Þar dó drengurinn 1865. Þá fluttist Ingveldur brott en Sigfinnur var áfram tvö ár á Ási. Árið 1868 var hann 144
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.