Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Qupperneq 146
Múlaþing
Fljótt virðast hafa tekist náin kynni með
Jóni og Guðbjörgu. Reyndar hafa þau
þekkst nokkuð frá bernsku, hún á Ási en
hann á Ormarsstöðum og í Refsmýri. Þau
giftust 24. október 1832 og fyrsta barn
þeirra, sonurinn Jón fæddist sama ár.
Fluttust með börn sín að Refsmýri árið
1834. Ekki verður annað séð en að búskapur
þeirra hafi gengið áfallalítið. Þau voru
aldamótabörn, bæði fædd um 1800 og
lífsreynd þegar sambúð hófst. Börn þeirra
urðu sjö, tvö dóu ung og tvö sitt hvorum
megin tvítugs. Jón lést 1866 en Guðbjörg
lést í Refsmýri hjá Guðnýju dóttur sinni
1877. Verður nú gerð grein fyrir börnum
þeirra og nokkrum nánustu afkomendum,
einkum þeim sem í Refsmýri dvöldust.
Ragnhildur Pálsdóttir (8327), f. á
Arnórsstöðum um 1820 kom ekki með
foreldrum sínum að Ormarsstöðum heldur
frá Hákonarstöðum 1827 en þá var faðir
hennar dáinn. Var sjö ár á Ormarsstöðum að
sinni, kom að Refsmýri 1834, var þar fá ár
en varð vinnukona í Flögu í Skriðdal um
tvítugt. Varð svo vinnukona á Ormars-
stöðum og giftist húsbóndanum Vilhjálmi
Marteinssyni eftir lát Þóru móðursystur
sinnar, sem dó 24. apríl 1842. Vilhjálmur og
Ragnhildur giftust 26. október 1843, hann
50 ára en hún 23 og mun það vera fremur
sjaldgæfur aldursmunur hjóna. Fluttust að
Mýrnesi í Eiðaþinghá 1851. Börn þeirra
voru fimm og Vilhjálmur átti fimm dætur af
fyrra hjónabandi. Ein þeirra var Guðrún,
sem hér var áður nefnd í kafla um Hlíðarsel.
Furðulegt er að íjölskyldan er ekki í
aðalmanntali 1860 en er þó í sóknar-
mannatölum á þessum árum. Vilhjálmur
lést 15. desember 1862, nærri sjötugur.
Ragnhildur kom aftur í Fell 1879 að
Egilsseli, var þar, í Refsmýri og á Ormars-
stöðum næsta áratuginn en fluttist að
Eyvindará 1889 til Guðnýjar hálfsystur
sinnar og lést þar árið 1898 (sjá um Guðnýju
síðar).
Sigfinnur (8326) Pálsson f. á
Ormarsstöðum 8. október 1824 og fluttist á
10. ári með fjölskyldunni að Refsmýri, var
þar fram undir tvítugt og stundum síðar á
ævi. Segja má að líf hans hafi orðið
sérkennileg búferla- og hrakningasaga. Var
vinnumaður á Birnufelli um tvítugt, fór
þaðan að Giljum á Jökuldal 1845, fór í
Ormarsstaði 1846 og var þar til 1849, fór þá
aftur að Giljum, þaðan í Refsmýri 1851 og
var þar vinnumaður fjögur ár. Eitt árið var
þar vinnukona Ingveldur Mikaelsdóttir frá
Svínabökkum í Vopnafirði. Hún fór að
Fossi í Vopnafirði vorið 1855 og fæddi þar
dótturina Katrínu Guðlaugu 5. nóvember
um haustið.
Vorið 1856 fluttist Sigfinnur frá
Birnufelli að Mýrnesi til Ragnhildar systur
sinnar. Ingveldur kom þangað frá
Vopnafirði með telpuna. Þau fluttust í
vinnumennsku að Sleðbrjótsseli í Hlíð
1857. Þar fæddust fjögur börn í viðbót og
urðu öll skammlíf, náðu vart ársaldri. Þess
skal getið að háskaleg barnaveiki gekk á
Héraði 1861 og slæm hálsbólga á eftir. Á
árunum 1860-1862 létust urn 70 börn 14 ára
og yngri í Kirkjubæjarsókn einni. Sama var
í öðrum sóknum á Héraði.
Barnamissirinn virðist hafa gengið
nærri Ingveldi og Sigfinni. Þau afréðu að
flytjast að Fossgerði í Eiðaþinghá 1861.
Katrín var ein eftir af barnahópnum. Amma
hennar, Guðbjörg í Refsmýri, tók hana til
sín er hún var sjö ára og ólst hún þar upp að
nokkru leyti fram yfir fermingu.
Sigfinni og Ingveldi fæddist drengurinn
Guðjón 1862. Það vor fluttust þau að
Kleppjárnsstöðum og tveim árum síðar að
Ási í Fellum. Þar dó drengurinn 1865. Þá
fluttist Ingveldur brott en Sigfinnur var
áfram tvö ár á Ási. Árið 1868 var hann
144