Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 150
Múlaþing
á Miðhúsaseli frá 1916-1934, er hann
fluttist til Seyðisfjarðar. Bjó þó í Refsmýri
1929-1931. Kona hans var Sigþrúður
(3000) Gísladóttir frá Meðalnesi. Áttu 5
börn (sjá síðar). Sigþrúður lést 1956.
Sigurður lést 1958. Guðrún Sigurðardóttir
var síðustu árin hjá syni sínum á
Miðhúsaseli. Lést 12. nóvember 1923.
Eiríkur Hallsson, f. 27. ágúst 1860, varð
samferða Guðrúnu systur sinni að
Meðalnesi. Var langa ævi í vinnumennsku í
Fellum en þó nokkur ár á Giljum á Jökuldal
hjá Sigvarði Péturssyni sem síðar bjó á Brú.
Eiríkur fékkst mikið við fjárgeymslu, var
dæmigerður smali af gamla tímanum, gaf fé
lítið, stóð yfir og var leikinn í að „sleppa
fram úr“ með lítið hey. Fáir munu hafa verið
þaulkunnugri en hann í Fellum, sér í lagi í
Utfellum og Miðfellum. Var eineygður en
að sögn rakst horn á kú í auga hans í æsku.
Eiríkur lést 94 ára á Seyðisfirði á
aðfangadag jóla 1954.
Sigfús Hallsson, (1282), f. 31. október
1864, var tvö ár í Refsmýri, en svo í
vinnumennsku í Fellum, fyrst á Ási. Árið
1886 var hann í Meðalnesi og kvæntist 11.
september Kristínu (3687) Þórarinsdóttur
frá Skjöldólfsstöðum. Þau fluttust í
Eyvindará 1888, bjuggu á Vaðbrekku í
Hrafnkelsdal um aldamótin 1900 en síðar á
Hóli í Fljótsdal. Börn þeirra voru fjögur:
Einhildur búsett á Reyðarfirði, Eiríka
húsfreyja á Ormarsstöðum, áður nefnd í
sambandi við Hlíðarsel, Sigríður búsett
syðra og Eyþór, sem dó ungur. Sigfús var
mörg síðustu ár ævinnar hjá Eiríku og Árna
Þórarinssyni á Ormarsstöðum.
Börn Guðbjargar Sigfúsdóttur og Jóns
Jónssonar í Refsmýri.
Jón Jónsson (8329) f. 1832 á
Ormarsstöðum, ólst upp til tvítugs í Refs-
mýri. Var vinnumaður á Ormarsstöðum á
næstu 10 árum og þótti röskleikamaður.
Sögn er að hann hafi verið sendur eftir
meðulum norður í Grenjaðarstað í Aðaldal.
Presturinn þar var heppinn smáskammta-
læknir. Öruggan mann þurfti í ferðina.
Fullyrt er að Jón hafi verið þrjá daga á ferð
en tafist meðan lyfin voru tekin til. Þetta
hlýtur birtu vegna að hafa verið snemma í
apríl, ár á haldi og rifahjarn á öllum
öræfum. Þetta var um 1860 og Jón á léttasta
skeiði, tæplega þrítugur. (Sjá Austfirðinga-
þcetti Gísla Helgasonar í Skógargerði). Þá
bjó Hallgrímur Eyjólfsson á Ormars-
stöðum. Annar vinnumaður þar sá þegar Jón
kom niður af Fellaheiði og undraðist, hvað
hann hélt hraðanum.
Vinnukona hjá Hallgrími var Guðrún
Björg Runólfsdóttir frá Þernunesi í
Reyðarfirði. Jón og hún fluttust sem hjú að
Hallfreðarstöðum í Tungu og giftust 2. júlí
1861. Þar fæddist Guðný fyrsta barn þeirra.
Fluttust að Þernunesi 1862 og bjuggu þar en
þrjú börn fæddust í viðbót: Jón, Ingibjörg
og Friðrik. Einhver alvarleg snurða hefur
hlaupið á þráðinn hjá þeim, því árið 1870
slíta þau samvistir. Guðrún Björg var áfram
á Þernunesi með eldri drenginn en Jón
leitaði á æskuslóðir í Fellum með hin
börnin þrjú, kom þeim fyrir á góðum
heimilum en þau eru skráð ómagar í
sóknarmannatali. Verður nú gerð grein fyrir
börnum hans.
Guðný, f. 15. des. 1861 fór í Refsmýri til
Guðnýjar föðursystur sinnar og ólst þar upp
næstu árin, samtíða Guðbjörgu Sigfúsdóttur
ömmu sinni. Um 1880 var hún vinnukona á
Setbergi, þá komin nærri tvítugu. Hún
giftist Arngrími Guðmundssyni frá
Galtastöðum fremri í Tungu. Þau bjuggu á
Eskifirði. Sonur þeirra, Magnús, var
vegaverkstjóri eystra.
Jón, f. 7. desember 1862, var með
móður sinni á Þernunesi til 1889. Varð þá
148