Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 159
Undir Fellaheiði 1703-2003
Tjörupappi var undir strengjatorfi á þaki.
Uppi voru tvö rúmgóð herbergi en eldhús
og dágott herbergi niðri. Nýtt steinhús var
byggt í glæsilegri útsýn á Hesthúshól í
túninu árið 1954 og í það flutt árið eftir.
Eiríkur Sigurðsson og Kristín
Sigbjörnsdóttir
Eiríkur (10541) og Kristín (4011)
bjuggu í Refsmýri frá 1923-1929. Þau voru
sitt úr hvorum stóra systkinahópnum, hún
frá Ekkjufelli en hann frá Hjartarstöðum í
Eiðaþinghá, uppalinn í Bót í Tungu. Kristín
var glaðlynd og skrafhreyfin og Eiríkur
harðduglegur við búskapinn. Þau fluttust að
Krossi 1929, tveimur árum síðar að
Ekkjufelli og þaðan á Reyðarfjörð. Eiríkur
lauk kennaraprófi 1912 og sinnti farkennslu
meðan hann var í Fellum. Kenndi síðar á
Reyðarfirði, Siglufirði og síðast í
Reykjavík. Börn þeirra voru: Margrét
húsfreyja í Njarðvík, Sigbjörn kennari,
Sigurður bankaritari og Ragnhildur
skrifstofudama, öll búsett í Reykjavík.
Eiríkur lést árið 1972 og Kristín árið 1983.
Ragnhildur er ein á lífi af systkinunum,
þegar þetta er ritað (árið 2003)
Sigþrúður Gísladóttir.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
bjó í Reykjavík, Sigríður hjúkrunarkona í
Reykjavík, Eiríkur járnsmiður á Seyðisfirði
og Oddrún sem fluttist til Danmerkur.
Sigurður Jóhannsson og Sigþrúður
Gísladóttir.
Sigurður ( 2099) og Sigþrúður (3000)
bjuggu í Refsmýri 1929-1931. Bjuggu
bæði áður og síðar á Miðhúsaseli og fluttust
þaðan á Seyðisfjörð 1934. Jóhann Frímann
Jónsson tóvinnustjóri á Ormarsstöðum var
faðir Sigurðar (sjá um hann í Múlaþingi 16,
bls. 38—43). Móðir Sigurðar var Guðrún
Sigurðardóttir, sem áður er getið í þessum
þáttum. Sigþrúður var frá Meðalnesi, dóttir
Gísla (2997) Sigfússonar og Sigríðar
Oddsdóttur sjá (7020) frá Hreiðarsstöðum.
Börn þeirra voru fimm: Gísli sem fór í
siglingar og lenti til Ameríku, Guðrún sem
Oddur Sölvason
Oddur (f. 1889, d. 1955), kom í Refs-
mýri 1929 og bjó þar til æviloka, ókvæntur
og barnlaus. Foreldrar hans voru Þorbjörg
(964) Oddsdóttir frá Hreiðarsstöðum og
Sölvi (3944) Jónsson bóndi á Víkings-
stöðum á Völlum. Hálfbróðir Odds var
Þórarinn Sölvason bóndi á Ormarsstöðum.
Oddur var stór og virtist sterkur en var
þungur til vinnu. Átti ýmis smíðatól eftir
föður sinn. Oddur var kveistinn með
afbrigðum, tortrygginn og mæddist út af
mörgu. Hann var ráðsmaður eitt ár í
Refsmýri hjá Agnesi Pálsdóttur, þegar
bæjarbruninn varð.
157