Strandapósturinn - 01.06.1986, Page 16
Aldamótahúsfreyjur
Ekki fara margar sögur af aldamótahúsfreyjum í Bæjarhreppi.
Flestar þeirra hafa unnið sín ævistörf í kyrrþey og svo horfið
undir sína grænu torfu, þegar kallið kom, þegjandi og hljóðalaust.
Vafalaust hafa þessar konur flestar verið vel af guði gerðar, svo
vel, að ef þær hefðu lifað á vorum dögum myndu þær hafa þræl-
ast gegnum stúdentspróf og sezt í háskóla, og þar með aflað sér
starfsréttinda og prílað stig af stigi upp eftir launastiganum.
Kannske hefðu einhverjar þeirra getað veitt sér þann munað að
skipta um eiginmann og skapað sér fullkominn lífsstíl, samkvæmt
tízku líðandi stundar.
Nokkur nöfn skulu hér þó nefnd:
Anna Bjarnadóttir, kona Jóseps á Melum, var stórgáfuð og
hefur líklega verið fríð á yngri árum. Hún var systir séra Jóns
Bjarnasonar í Stafafelli, síðar í Ameríku. Anna hafði mikið dálæti
á húspostillu bróður síns og tók hana fram yfir annað guðsorð.
Anna var skemmtin og hrókur alls fagnaðar við þá gesti og
gangandi er að garði báru, að minnsta kosti væru þeir karlkyns.
Hinsvegar lék það orð á, að hún ætti öllu erfiðara með að deila
geði við kynsystur sínar. Sérstaklega reyndist henni erfitt að um-
gangast vinnukonur sínar og reyndist því erfitt að halda þeim í
vist til lengdar.
Jóhanna Matthíasdóttir var kona Finns á Kjörseyri. Það var
einhver sviphreinasta kona sem ég hef augum litið. Sannaðist á
henni það sem Steingrímur kvað:
Fögur sál er ávallt ung
undir silfurhœrum.
Jóhanna vann það þrekvirki sem fáir hafa eftir leikið. Hún
missti sjón nokkru eftir að hún giftist Finni og var blind í fjórtán
ár. Alla þá tíð sinnti hún heimilisverkum sem sjáandi væri og
14