Strandapósturinn - 01.06.1986, Blaðsíða 19
bera saman bækur sínar og rifja upp æskudaga sína kom það
upp úr kafinu að þau höfðu unnað hvort öðru allt frá því að þau
voru börn, án þess þó að vita hvernig hinum aðilanum var inn-
anbrjósts. Það sem olli því að sálir þeirra og líkamir náðu ekki að
sameinast var stéttamunurinn. Halla var af biskupsættum í báðar
ættir og fjölskylda hennar í góðum efnum. En Hannes var bláfá-
tækur og ættlaus. En þau voru góðir félagar, lánuðu hvort öðru
bækur og ræddu efni þeirra. En Hannes þorði aldrei að tjá þess-
ari fríðu, ættstóru og ríku heimasætu ást sína. En á hinn bóginn
var Halla bálskotin í þessum unga og gjörvilega manni. Hins
vegar gat hún ekki látið sér detta í hug að hann bæri heitar til-
finningar til sín, fyrst hann hafði ekki sýnt þess merki á nokkurn
hátt.
En þetta uppgötvuðu þau allt saman þegar þau hittust eftir
nær hálfrar aldar aðskilnað.
En þessi sumarstuttu kynni urðu þó til þess að Halla gamla
yngdist og gekk í endurnýjungu lífdaganna í orlofsferðum sínum
til höfuðborgarinnar. Þessa endurnýjun lífdaganna sáu allir en
enginn vissi orsökina.
En svo skildu menn allt þegar þeir lásu ævisögu Hannesar Þor-
steinssonar, sem út kom hundrað árum eftir að hann fæddist inn
í þennan heim.
Það eru fleiri en Þórbergur sem hafa átt Elskuna sína norður í
Hrútafirði.
Helga SigurðarcLóttir í Hrafnadal
Hún var kona Þorsteins í Hrafnadal, en hálfsystir Stefáns frá
Hvítadal, en nokkru eldri en hann. Helga var föduð, hölt og
hefur líklega haft staurfót. Ekki veit ég með hvaða hætti hún
hefur fatlazt. Hitt vissi ég, að hún gekk til allrar vinnu, jafnt úti
sem inni, fram til elliára. En mörg síðustu ár ævi sinnar sat hún
þó löngum við eldavélina, sem stóð fremst í baðstofunni. Sagt
var að meðan vinnuþrekið entist bæri hún ungbörnin með sér út
á engjarnar og léti þau liggja í ljánni, þar sem hún stóð við rakst-
ur.
Þau hjón bjuggu norður í Kollafirði áður en þau fluttust að
17
L