Strandapósturinn - 01.06.1986, Page 26
Þetta var oft sagt þegar menn bentu á eitthvert fyrirbæri eða
hlut sem var svo lítilfjörlegur að varla tók að nefna hann.
Annað tilsvar Magnúsar er notað sem orðtak enn þann dag í
dag og menn segja það oft þegar þeir vilja ljúka því verki sem
þeir hafa milli handa, áður en þeir byrja á öðru.
Það bar svo við eitt sinn að þau hjón voru við heyskap uppi á
Hvalsárdal. Kom þá til þeirra maður sem átti eitthvert erindi við
Magnús. Þá stóð svo á fyrir þeim hjónum að þau lágu í laut og
voru í ástaleik. Við hina óvæntu gestakomu verður Magnúsi að
orði: „Ég held nú áffam mínu verki.“
Dabba gamla
Dagbjört Hjálmarsdóttir hét hún fullu nafni, af Tröllatunguætt.
Faðir hennar var Hjálmar Jónsson sonarsonur Hjálmars í Trölla-
tungu. Hann bjó á Feykishólum á Hvalsárdal. Við dauða hans
fóru Feykishólar í eyði og hafa ekki byggzt síðan. En Dabba hafði
alltaf hlýjar taugar til bernskuheimilis síns og fór þangað á
hverju sumri meðan henni entist þrek og heilsa.
Dabba mun hafa verið nokkuð yfir fermingu þegar hún yfirgaf
bernskuheimili sitt. Fór hún þá í vist til séra Jóns Bjarnasonar á
Prestsbakka, þess er kallaður var Jón kerlingardraugur.
Það bar við nokkru eftir að Dabba kom í hina nýju vist, að
prestskonan strauk burt frá bónda sínum og kom þangað ekki
aftur. Minntist Dabba þess oft, að þegar prestskonan var flúin að
heiman en klerkur sat eftir með syni sína unga og suma vart
komna af höndum, fannst henni vistin þarna fremur óyndisleg.
Minnisstæðast var henni þó þegar presturinn sat með yngsta son
sinn, kannski hefur það verið Bjarni frá Vogi, og raulaði alltaf
sömu hendinguna:
Róðu, róðu rellurass.
Dabba mun hafa flutzt vestur í Saurbæ eftir að hún fór frá
Prestsbakka, að minnsta kosti kunni hún margar sögur þaðan að
segja. Einhverntíma á tíunda áratugnum kom hún svo aftur í
Bæjarhreppinn og gerðist húskona, eða var sjálfrar sín eins og
það var einnig kallað. Hún var í kaupavinnu á sumrum en spann
24