Strandapósturinn - 01.06.1986, Page 28
þeim stundum ekki vel saman og klöguðu hvor aðra þegar þeim
bauð svo við að horfa. Stundum þó af litlu tilefni.
Eftir að Arndís fósturdóttir hennar staðfestist vestur í Dölum
fluttist Anna til hennar og mun þá hafa farið vel á með þeim.
Annars gat oltið á ýmsu um samkomulag þeirra meðan þær
voru samtíða í Bæ.
Þegar móðir mín átti sitt fyrsta barn var Anna sótt til hennar.
Þegar hún kom til hinnar ungu sængurkonu snarast hún að
sænginni og segir áður en hún heilsar:
„Eg vona að þú hafir ekki ýmigust á mér þó að það sé sagt að
ég hafi drepið hana Jóhönnu í Hrafnadal." En Jóhanna þessi
hafði dáið eftir barnsburð, rétt áður en Jóhanna kom til móður
minnar. En móður minni varð að vonum töluvert hverft við
þetta hvatskeytislega ávarp.
Annars held ég að Anna hafi yfirleitt verið heppin í sínu starfi,
að undanskildu þessu slysi í Hrafhadal. Þrifin var hún talin, enda
vitnaði hún oft í þá fræðslu sem hún hafði notið hjá Schierbeck
landlækni.
Oft heyrði ég hana tala við móður mína um eitt og annað
sem að kveneðli laut. Við það að hlusta á þessar orðræður fékk
ég svolitla nasasjón af þeim fræðum sem nú eru kölluð kynlífs-
fræðsla. Kerlingin hefur vitanlega ekki látið sér detta í hug að ég,
óvitinn, fjögurra eða fimm ára snáði, legði eyrun að þessháttar
hjali. Annars stóð mér alltaf dálítill stuggur af þessari kerlingu.
Mér fannst hún svolítið tröllkonuleg, einkum þegar hún stikaði
um hlaðið heima, kafandi snjóinn í slóð fylgdarmanns síns. Þá
gekk hún ævinlega uppbrett, í rúðóttu millipilsi og ytra pilsi í
göndli um mittið.
Hún vissi alltaf hvenær konur væntu sín, því hún hélt alltaf
spurnum fyrir um það, hvenær þær hefðu tekið uppundir.
Sigurjón og Dísa
Þau voru hjón. Hann hét Sigurjón Jónsson en hún Herdís
Brandsdóttir og var systir þeirra húsfreyjanna á Kollsá og Litlu-
Hvalsá, sem áður hafa verið nefndar.
Þau Sigurjón og Dísa voru alla tíð sína í húsmennsku á Kollsá
26