Strandapósturinn - 01.06.1986, Page 29
og bjuggu í litlu loftherbergi í gamla bænum. En eftir að hann
hafði verið rifinn og byggt stórt steinhús fengu þau inni í litlu
loftherbergi í nýja húsinu og þar bjuggu þau meðan bæði lifðu
og Dísa eftir að bóndi hennar dó. Son áttu þau einn, efnilegan
og prýðilegan af guði gerðan. En hann dó um fermingaraldur og
varð foreldrum sínum að vonum mikill harmdauði.
Annars var Sigurjón barnakennari allt frá aldamótum og fram
undir 1920. Algerlega var hann sjálfmenntaður. Hann var mjög
nákvæmur í kennslu sinni og vel að sér í móðurmálinu. Það ætla
ég að aldrei hafi honum skeikað í stafsetningu og reikningsbók
Eiríks Briems kunni hann utanbókar og kenndi af mikilli ná-
kvæmni.
Sigurjón var þúsund þjala smiður, eins og sagt er um haga
menn. Hann gerði við klukkur og hverskonar smáhluti sem úr
lagi höfðu færzt, til dæmis skilvindur. Svo var hann ljósmyndari
og gekk um sveitina og tók myndir af fólki. Ekki veit ég hvar
hann hefur lært þá iðn, ef til vill af Jóni gamla í Ljárskógum, því
hann var góður myndasmiður.
Svo eignaðist hann ýmis tæki sem voru fátíð í þá daga, svo
sem fónógraf og kvikmyndavél. Fónógrafinn hefur víst verið
undanfari grammófónsins. Þessi fónógraf var fyrirferðarmikið
tæki og hann var með einskonar vals sem snerist þegar hann var
trekktur upp. Uppá þennan vals var smeygt vaxhólkum sem gáfu
frá sér einhver hljóð, sennilega söng. En þessir hólkar voru vand-
meðfarnir. Það mátti ekki snerta þá utanverða heldur þurfti að
smeygja þeim á valsinn með því að smeygja hendinni inn í þá.
Kvikmyndavélin var þó enn fábreyttari og myndirnar sem hún
sýndi næsta fábrotnar. Ein var af rnanni sem spriklaði og baðaði
út öllum öngum. Önnur af manni sem át rottur og gubbaði þeim
jafnharðan. Því var það ekki að ófyrirsynju að sá sem horfði á
þennan rottuetandi mann komst svo að orði: „Bölvaður sóði er
maðurinn að éta rotturnar og spú þeim svo upp úr sér jafnharð-
an.“
Þau Sigurjón og Dísa áttu nokkrar kindur, líklega eitthvað yfir
þrjátíu þegar flest var. Dísa hirti þær að vetrinum, því Sigurjón
var oftast eitthvað við kennslu fyrst eftir aldamótin, eða þá í
27