Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1986, Page 29

Strandapósturinn - 01.06.1986, Page 29
og bjuggu í litlu loftherbergi í gamla bænum. En eftir að hann hafði verið rifinn og byggt stórt steinhús fengu þau inni í litlu loftherbergi í nýja húsinu og þar bjuggu þau meðan bæði lifðu og Dísa eftir að bóndi hennar dó. Son áttu þau einn, efnilegan og prýðilegan af guði gerðan. En hann dó um fermingaraldur og varð foreldrum sínum að vonum mikill harmdauði. Annars var Sigurjón barnakennari allt frá aldamótum og fram undir 1920. Algerlega var hann sjálfmenntaður. Hann var mjög nákvæmur í kennslu sinni og vel að sér í móðurmálinu. Það ætla ég að aldrei hafi honum skeikað í stafsetningu og reikningsbók Eiríks Briems kunni hann utanbókar og kenndi af mikilli ná- kvæmni. Sigurjón var þúsund þjala smiður, eins og sagt er um haga menn. Hann gerði við klukkur og hverskonar smáhluti sem úr lagi höfðu færzt, til dæmis skilvindur. Svo var hann ljósmyndari og gekk um sveitina og tók myndir af fólki. Ekki veit ég hvar hann hefur lært þá iðn, ef til vill af Jóni gamla í Ljárskógum, því hann var góður myndasmiður. Svo eignaðist hann ýmis tæki sem voru fátíð í þá daga, svo sem fónógraf og kvikmyndavél. Fónógrafinn hefur víst verið undanfari grammófónsins. Þessi fónógraf var fyrirferðarmikið tæki og hann var með einskonar vals sem snerist þegar hann var trekktur upp. Uppá þennan vals var smeygt vaxhólkum sem gáfu frá sér einhver hljóð, sennilega söng. En þessir hólkar voru vand- meðfarnir. Það mátti ekki snerta þá utanverða heldur þurfti að smeygja þeim á valsinn með því að smeygja hendinni inn í þá. Kvikmyndavélin var þó enn fábreyttari og myndirnar sem hún sýndi næsta fábrotnar. Ein var af rnanni sem spriklaði og baðaði út öllum öngum. Önnur af manni sem át rottur og gubbaði þeim jafnharðan. Því var það ekki að ófyrirsynju að sá sem horfði á þennan rottuetandi mann komst svo að orði: „Bölvaður sóði er maðurinn að éta rotturnar og spú þeim svo upp úr sér jafnharð- an.“ Þau Sigurjón og Dísa áttu nokkrar kindur, líklega eitthvað yfir þrjátíu þegar flest var. Dísa hirti þær að vetrinum, því Sigurjón var oftast eitthvað við kennslu fyrst eftir aldamótin, eða þá í 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.