Strandapósturinn - 01.06.1986, Page 33
Eina nóttina vaknar Finni við það að stelpurnar eru komnar í
bólið til strákanna og stóð þá hæst í stönginni fyrir þeim, þegar
Finni vaknar. Heyrir hann þá að önnur stúlkan segir: „Ætli þetta
sé óhætt, karlinn getur vaknað.“ Strákurinn sem ofan á henni var
svarar: „Hann sefur eins og steinn, helvítis karlinn.“ Finni segir:
„Það skyldi enginn treysta sofandi manni“, og ennfremur: „Ekk-
ert skil ég í þessari helvítis ástríðu í manneskjunum.“
Sigurjón litli
Sigurjón Þorsteinsson hét hann en var aldrei kallaður annað
en Sigurjón litli, því hann var allra manna minnstur. Þó var
hann vel að manni og harðduglegur til allrar vinnu. Hann var
vinnumaður á ýmsum bæjum í Bæjarhreppi, svo sem í Bæ, á
Kjörseyri og Litlu-Hvalsá og þar dó hann.
Hann var allra manna orðheppnastur og gat hermt eftir hverj-
um manni. Einkum lét honum vel að herma eftir séra Eiríki. Lék
hann oft þann leik, þegar hann var að ganga inn bæjardyr eða
göng, að herma eftir séra Eiríki og gat þá oft gabbað kvenfólkið
sem sat á palli, svo að það rauk upp til handa og fóta, lagði frá
sér rokk og kamba og fór að taka til í baðstofunni, því það hélt
að prófasturinn væri að koma.
Á stríðsárunum vildi hinn naumi sykurskammtur duga
skammt. Reyndu þá margir að kría út einhvern aukaskammt.
Sigurjón hafði hug á að ná í aukaskammt handa móður sinni,
sem átti heima í Staðarhreppi. Spyr þá einhver Sigurjón hvað
móðir hans sé gömul. Sigurjón svarar: „Hún er ekki svo gömul
að hún geti ekki étið sykur.“
Halldór oddviti á Kjörseyri hafði þann kæk að klóra sér bak
við eyrað þegar hann var að velta einhverju fyrir sér og ávallt
með tveim fingrum hægri handar sem voru hálfkrepptir. Að
einu slíku tilefni sagði Sigurjón:
Oddvitinn meö krepptar klær
klórar se'r á bak við eyra.
Honum vœri nokkuð nær
að nota kambinn heldur meira.
31