Strandapósturinn - 01.06.1986, Blaðsíða 35
til munnsins hentu menn tilsvör hennar á lofti og höfðu að gam-
anmálum.
Þegar þau Arngrímur lifðu sína hveitibrauðsdaga voru þau
sem fyrr segir vinnuhjú á Melum. Það bar þá til síðla á engja-
slætti er vinnufólk reið heim af engjum í rökkrinu, að hestur sá
er Matthildur reið hrökk við og hljóp útundan sér með þeim
afleiðingum að hún hrökk af baki.
Allir fóru af baki og huguðu að konunni, þar sem hún lá á
götubakkanum, og einhver stúlka í hópnum spurði hana hvort
hún hefði meitt sig.
Matthildur svaraði: „Nei, guði sé lof, ég meiddi mig ekkert. En
ég geng með voðalegan sjúkdóm, það er ormur innan í mér. Eg
fann hvernig hann hreyfðist þegar ég datt.“
Stúlkurnar sem með henni voru tóku hana þá afsíðis og sögðu
henni að þetta, sem hún hefði fundið, væri ekki ormur, heldur
væri þetta, sem hún hefði fundið fyrir, barn sem hún gengi með.
Við þessa fregn varð Matthildur ofsaglöð og kallaði til manns
síns sem stóð álengdar: „Stúlkurnar segja að ég sé ólétt.“
En Matthías, barnið sem hún gekk með, var lengi fram eftir
árum kallaður Ormur.
En hjónaband þeirra Arngríms og Matthildar varð ekki lang-
ætt. Hann dó eftir nokkurra ára sambúð og voru þau þá enn
vinnuhjú á Melum. Þetta gerðist síðla vetrar, eða að vorlagi. Var
líkið jarðsett að Stað og fór líkfylgdin gangandi í krapa og vondri
færð.
Þegar á kirkjustaðinn kom fór Matthildur í þurra sokka svarta.
Að jarðarför lokinni hafði Matthildur aftur sokkaskipti og sagði
um leið: „Ég held ég fari nú úr svörtu sokkunum og í þá mó-
rauðu, því nú er sorgin búin.“ Fráleitt hefur hún ekki meint
þetta. Mér er í barnsminni að hún minntist ávallt Arngríms síns
með mikilli aðdáun og lotningu.
Eitthvað munu þau mæðgin hafa verið á Melum eftir að Arn-
grímur dó, en að Bæ voru þau komin eitthvað fyrir aldamót og
þar kynntist Matthías Ingiríði konu sinni og var Matthildur á veg-
um þeirra upp frá því.
Viðbrögð Matthildar við komu halastjörnunnar 1910 urðu hér-
33