Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1986, Side 40

Strandapósturinn - 01.06.1986, Side 40
flest verkalýðsfélög Norðurlands, þó ekki öll. Hin voru í Alþýðu- sambandi Islands, Sjómannafélag Reykjavíkur var í Alþýðusam- bandinu. Það kemur síðar fram. Daginn sem verið var að ræða við Þórodd vann ég í búð kaupfélagsins eins og vant var, en vissi hvað var að gerast. Kl. 18 fór ég inn á skrifstofu kaupfélagsstjóra, Kristmundar Jónssonar og spurði hvernig það horfi við honum, ef ég gengi í verka- mannafélagið. Eg gegndi því starfi er skip komu, að skrá verka- menn og vinnutíma þeirra og stjórna vinnu a.m.k. stundum. Kristmundur tók því ljúfmannlega og sagðist síður en svo vera á móti því að ég gengi í það. Fór ég síðan á fundinn og náði að kjósa í stjórn þess. Komst meir að segja í varastjórn. Formaður var kosinn Björn Kristmundsson en varaformaður Jónas Ben- ónýsson samstarfsmaður minn í kaupfélaginu. Gjaldkeri Helgi Þórðarson en ritari Guðlaugur Jónsson. Nokkru síðar fór Björn til Reykjavíkur. Það kom því í hlut varaformanns að koma verkalýðsfélaginu á fót. Fá þá fyrir að semja við kaupfélagið. En það gekk ekki eins og vonir manna stóðu til. Verkalýðsfélagið vildi fá forgang til allrar vinnu hjá kaupfélaginu en það fékkst ekki og samningar strönduðu. Tíminn leið og.allir urðu leiðir. Fundir voru haldnir í Verkalýðsfélaginu og þar sáu menn ekki annað ráð en fara í verkfall eða leggja félagið niður. Niðurstaðan var að vinna ekki við Fagarfoss 7. maí, en mæta á vinnustað. Fundur var haldinn á sunnudegi 6. maí og þar sam- þykkt vinnustöðvun og kaupfélagsstjóra skrifað bréf um þetta og óskað eftir samningum svo komast mætti hjá verkfalli. Tíminn var n mmur sem kaupfélagsstjóri fékk. Hann gat ekki náð í meðstjórnendur sína um kvöldið. Hins vegar er mín skoðun að þeir hefðu verið búnir að semja ef þeir hefðu ætlað sér það. Þegar svo að Fagarfoss kom daginn eftir fór varaformaður Jónas, Helgi og fleiri um borð í skipið og tilkynntu vinnustöðvun og báðu skipsmenn að hreyfa ekki hendi. Hásetar sögðust vinna nema að skeyti kæmi frá Sjómannafélaginu. Þarna var trompið sem stjórn kaupfélagsins hafði. Ef við hefðum verið í Alþýðusam- bandinu hefði ekki komið til átaka á Borðeyri eða annars staðar. 38
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.