Strandapósturinn - 01.06.1986, Page 41
Nokkru eftir að kaupfélagsstjóri kom á skrifstofu sína kallaði
hann okkur Jónas inn til sín og sagði okkur að ef við héldum
áfram verkfalli gæti hann ekki haft okkur í þjónustu sinni þó að
hann hefði vonast eftir því, áður en þessi deila hófst. Þetta kom
mér á óvart.
Deilan harðnaði. Nú var stjórn V.S.N. látin vita um verkfallið
og framgang þess. Eflaust hefur verið sagt frá því, þó að ég viti
það ekki að búið væri að reka okkur Jónas.
I fréttum var í útvarpi sagt frá Borðeyrardeilunni, að unnið
hefði verið á Borðeyri með ófélagsbundnum mönnum.
Barist var á Siglufirði og Akureyri og ef til vill víðar. En eftir
japl og jaml og fuður var samið um að Verkalýðsfélagið fengi
75% forgang til allrar vinnu hjá kaupfélaginu. Voru samningarnir
gerðir af stjórnum S.I.S. og V.S.N.
Daginn eftir að mér var sagt upp gekk ég til húsbónda míns
og fékk honum lykla þá sem ég hafði að búð og fleiru. Hann tók
við en var dapur í bragði. Brandur bróðir sótti mig og við riðum
út sveitina. Komum á einn bæ. Þar var margt sagt. Eg býst ekki
við að sveitungar mínir hafi mikils af mér vænst, en þó held ég
að þeir hefðu ekki litið mig smærri augum, þó að ég hefði verið
rekinn fyrir þjófnað eða annað slíkt. Sjálfur var ég á annarri
skoðun.
Um sumarið var ég í vegavinnu á Holtavörðuheiði, hafði verið
þar um tíma sumarið áður. Nú gengu þeir fýrir í vinnu, sem
voru í verkamannafélaginu næst Heiðinni. Einn af þeim mönn-
um sem vann við Lagarfoss í verkfallinu, hafði orð á því að kasta
okkur í sjóinn. Gekk nú í Verkalýðsfélagið á Borðeyri til þess að
fá vinnu á Heiðinni. Eg glotti til hans er ég sá hann. Er vinnu
lauk á Heiðinni fór ég til Reykjavíkur. Eg gekk á námskeið í bók-
færslu og fékk að rukka fyrir bókaverslun fyrir 125 kiónur á
mánuði og þótti sæmilegt.
Jónas kom suður og var hjá mér í herberginu. Hann hafði
vinnu við byggingar, en hún var óstöðug. Unnið var þegar frost-
laust var, en svo var stopp er frysti.
Þá var það rétt fyrir jólin 1934 að Ólafur Kristmundsson, hann
var í Háskólanum, kom að máli við Jónas og sagði að pabbi sinn
39