Strandapósturinn - 01.06.1986, Page 50
Hann var vissulega ekki sú manngerð sem feður óska að sjá í
sonum sínum, þótt öðrum sem fjær standa kunni að þykja
skemmtun og tilbreyting að kynnast slíkum mönnum.
Snemma mun hafa borið á geðveilu hjá Brandi og hef ég
heyrt að hann hafi þagað í nokkur ár og farið mjög einförum.
Einhversstaðar hef ég rekist á þá tilgátu, að þetta þunglyndi hans
muni hafa stafað af meiri háttar ástarsorg og út frá því hafi hon-
um verið gefið viðurnefnið Ásta-Brandur. En ekki mun það vera
rétt, Brandur tók sér þetta auknefni sjálfur og var hreykinn af
því.
Þegar aftur bráði af Brandi eftir þessi þöglu ár tók hann til að
flakka og gerðist nú mesti ærslabelgur a.m.k. stundum. Hann
fór víða um land og eru til ýmsar sögur af viðureign hans við
lögreglu bæði hér syðra og þó einkum á Akureyri, en þar elduðu
þeir löngum grátt silfur hann og Jón Benediktsson þáverandi
yfirlögregluþjónn. Gekk þetta svo langt að eitt sinn kveikti Brand-
ur í tugthúsinu og brann það til kaldra kola. Brandur lét vel yfir
því verki og sagðist heldur betur hafa kynt undir pólitíinu í nótt.
Snemma þennan morgun kom hann upp í heimavist mennta-
skólans æði fasmikill og sagði við pilta: „Hafið þið heyrt nýjasta
nýtt, sumarbústaðurinn minn brann í nótt?“
Brandur hélt uppi talsverðum ærslum á Akureyrargötum um
þetta leyti og kunnu góðborgarar staðarins misjafnlega að meta
tiltektir hans. En menntaskólapiltar höfðu gaman af og ýttu
fremur undir strákapör hans. Eitt af því sem hann fann uppá var
að binda margar tómar blikkdósir á langt snæri og hlaupa síðan
með trossuna um götur bæjarins. Varð af þessu mikill skarkali
sem sumum féll ekki í geð, en öðrum þótti meinlaust grín. Og
þannig var um flest tiltæki hans, að þau voru meinlaus, þótt útaf
gæti brugðið í ölæði eða reiðiköstum. Aldrei mun hann þó hafa
gert nokkrum manni mein.
Það er trú mín og margra annarra sem til þekktu, að Brandur
hafi í raun og veru verið vel skynsamur, enda sagði hann sjálfur:
„Það er ekki fyrir neitt fífl að leika fífl“, og átti þá við að sjálfur
væri hann alltaf að látast.
Aldrei heyrði ég þess getið að Brandur ætti í neinum útistöð-
48