Strandapósturinn - 01.06.1986, Page 70
ljúfu leikstunda horfinnar tíðar, sem gerðu jafnvel norðannæð-
inginn notalegan.
Gamli maðurinn sem á þetta hús og samastað þar, hefur lokið
áttatíu ára vegferð sinni og stígur nú hægum fetum yfir á níunda
tuginn, því fæturnir eru orðnir vanhæfir og hikandi.
Kannske eru þeir ekki margir sem gefa gaum að tilveru hans,
enda einn þeirra þegna þagnarinnar sem í fábreytni hversdags-
ins lýkur sinni lífsönn. En sé vel eftir leitað á hann sína sögu og
hana engu ómerkari en margir þeir sem hærra lyfta stélinu
framan í samtíðina.
Húsið hans er hvergi skráð á skuldalista samfélagsins og þótt
þar sé hvorki hátt til lofts né vítt til veggja hefur margur utan-
garðsmaður átt þar athvarf þegar aðrar dyr voru lokaðar. Og nú,
þegar ég kem þarna að kvöldi dags er einn þeirra gestur hans.
Þessi umkomulausi gestur heldur skjálfandi höndum um pelann
sinn og drekkur síðasta botnfallið, sem nú veldur honum aukn-
um þjáningum og óttablöndnum kvíða, enda þótt fyrsta fullið
seydaði um æðar hans sem gleðinnar guðaveig.
Það eru áttatíu ár síðan öldungurinn á Þrastargötunni leit
fyrsta ljós aldarinnar norður í Sunndal í Kaldrananeshreppi í
Strandasýslu. Foreldrar hans, Rósmundur Jóhannsson og Jónína
Sigurðardóttir, voru þá húshjón þar hjá Kristmundi bróður Rós-
mundar.
Eitt eða tvö ár munu þau svo hafa verið húshjón á Kleifum á
Selströnd, hjá þeim mætu hjónum Guðjóni Guðlaugssyni sem
lengi var þingmaður Strandamanna og Ingibjörgu Magnúsdóttur
konu hans.
En árið 1906 fluttu þau síðan að Gilstöðum í Selárdal og
bjuggu þar síðan allan sinn búskap,eða í nær hálfa öld. I þeim
dal átti Sigurður sonur þeirra æsku sína alla og uppvaxtarár fram
til þess tíma að hann var fleygur og fær, en ætíð síðan var hann
þó háður ást sinni á dalnum fríða.
68